Tónleikar og útgáfuhóf í Dalbæ

Skrifað af:

Ritstjórn

Hallveig Rúnarsdóttir sópran flytur perlur Kaldalóns og Hrönn Þráinsdóttir spilar á píanó. Mynd: aðsend

Um verslunarmannahelgina verða tveir viðburðir í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs, tónleikar og útgáfuhóf.

Kaldalónstónleikar verða í Dalbæ laugardaginn 31. júlí kl 15. Minningarsjóður Sigvalda Kaldalóns stendur að tónleikunum í samstarfi við Snjáfjallasetur til að minnast 75 ára afmælis útgáfu á verkum tónskáldsins.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran flytur margar helstu perlur Kaldalóns. Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó. Einnig koma fram Dúllurnar, tveggja kvenna stórsveit sem flytur létt efni af ýmsu tagi. Íris Björg Guðbjartsdóttir leikur á gítar og Salbjörg Engilbertsdóttir leikur á slagverk og báðar syngja. Ávörp flytja Sigvaldi Snær Kaldalóns og Gunnlaugur A. Jónsson.

Dúllurnar skipa þær Íris Björg Guðbjörnsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir. Mynd: Aðsend

Útgáfuhóf

Sunnudaginn 1. ágúst kl. 15 verður dagskrá í Dalbæ til að fagna útgáfu bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson, en hún er gefin út í aldarminningu Jóns Hallfreðs Ingvarssonar frá Lyngholti á Snæfjallaströnd. Engilbert S. Ingvarsson segir frá bókinni og Pálmi Gestsson leikari flytur kvæði eftir Jón Hallfreð Engilbertsson. Dúllurnar leika og syngja ásamt Jóni Hallfreð Engilbertssyni og Hallveig Rúnarsdóttir flytur tvö lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó. Viðburðirnir fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Pálmi Gestsson leikari. Mynd: Aðsend

Dalbær er opinn daglega frá kl. 10 – 20, fram til 8. ágúst.
Hér má fá nánari upplýsingar um starfsemi Snjáfjallasetursins.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.