Þriggja fasa rafmagn komið í Djúpavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Háspennustrengur og ljósleiðari í plægingu. Mynd: Ingimundur Jóhannsson

Í dag var lokið við að tengja þriggja fasa rafmagn til Djúpavíkur í Árneshreppi, en um er að ræða nýjan háspennustreng sem lagður var í jörð yfir Trékyllisheiði til Djúpavíkur.

Verkið hefur átt sér nokkurn aðdraganda og hófst lagning strengsins árið 2014 þegar lagðir voru 9 km frá Djúpavík upp á Trékyllisheiði að norðanverðu. Síðan hefur verið tíðindalítið þangað til í sumar þegar vinna hófst af fullum krafti í ágúst og lagðir voru 15 km frá Bólstað í Steingrímsfirði yfir heiðina og ljósleiðari samhliða. Nú í dag var svo klárað að tengja strenginn og leggst þá af eins fasa loftlínan á Trékyllisheiði sem þjónað hefur byggðinni frá um 1980.

Þetta er stór áfangi en skortur á þriggja fasa rafmagni í Árneshreppi hefur lengi staðið byggðinni og ýmisskonar atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum.

Vonir standa til að næstu skref verði að leggja streng frá Djúpavík að Bæ í Trékyllisvík, en settur var nýr millispennir fyrir þá línu, ásamt nýjum og stærri spenni,  fyrir ofan byggðina í Djúpavík. Sú framkvæmd er þó ekki komin með tímasetningu í áætlun.

Spennarnir ofan við Djúpavík. Mynd: Ingimundur Jóhannsson
Starfsmenn OV búnir að spennusetja að leggja af stað heim til Hólmavíkur. Mynd: Ingimundur Jóhannsson
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.