Þing um heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Skrifað af:

Guðný Rúnarsdóttir

Jeinaba Rós Matthildardóttir, Mariana Fiserova og Katrín Halla Finnsdóttir á þinginu. Mynd: Marta Guðrún Jóhannesdóttir

Nýafstaðið þing um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Grunnskóla Drangsness heppnaðist einkar vel. Þingið var haldið í tilefni loka tveggja mánaða heimsmarkmiðasmiðju.

Í smiðjunni veltu nemendur fyrir sér hugtökum eins og sjálfbærni, hringrásarhagkerfi, jafnrétti, nýsköpun, moltugerð, mengun – og getu til aðgerða. Hvað getum við gert? – og hvað erum við nú þegar að gera sem einstaklingar og samfélag hér í skólanum?

Það voru markmið nr. 2, 5 og 14 sem nemendur völdu að kynna sérstaklega fyrir gestum á þinginu. Í lok þess voru umræður sem enduðu með niðurstöðu þingsins en hún var þessi:

HM-30 markmiðin eru mikilvæg og við ætlum öll að hjálpast að við að ná þeim, og vera gagnrýnin á umhverfið okkar, fyrirtæki og stjórnvöld, og láta í okkur heyra ef við sjáum tækifæri til að bæta hlutina.

Von í brjósti

Eftir þingið minnkuðu áhyggjur og von óx um að yngstu kynslóðirnar væru með bein í nefinu og munu standa sig vel á komandi árum í þeim verkefnum sem framundan eru. Einnig óx meðvitund þeirra sem eldri eru um að þurfa að standa sig í stykkinu og „skila jörðinni sómasamlega” til komandi kynslóða.

Vinnan mun halda áfram

Stór fyrirtæki eða skipulagsheildir eru ekki endilega hagkvæmari en litlar, það er mikill misskilningur. Dæmi var tekið af smábátum annars vegar og stórum veiðiskipum hins vegar en þar er meiri olía notuð til að veiða hvert kíló af fiski á stóru veiðiskipunum.

Við ætlum að vera dugleg áfram að vinna í málum eins og að hreinsa fjörurnar af plasti og endurvinna sorp.

12 daga loftslagsráðstefna

Einmitt um þessar mundir fer fram 12 daga loftlagsráðstefna hinna svokölluðu G20 ríkja, í Glasgow í Skotlandi. Leiðtogar í heiminum koma þar saman til að ráða ráðum sínum, hvernig sé hægt að sporna við hamfarahlýnun af völdum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Við erum sem sagt með puttann á púlsinum, sjálfbærni er mál málanna og þessi umræða er mikilvæg.

Góðar stundir.

Guðný Rúnarsdóttir skólastjóri og kennari í Grunnskóla Drangsness.

Frá heimsmarkmiðasmiðjunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hitti nemendurna í gegnum Zoom og þau ræddu heimsmarkmiðin og vinnuna sem Katrín vinnur í tengslum við þau. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.