Takmarkalaus hamingja um helgina

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Froðurennibrautin var vinsæl. Mynd: Jón Halldórsson

Hin árlega bæjarhátíð Hamingjudagar á Hólmavík fór fram dagana 25.- 27. júní. Aðdragandi hátíðarinnar var á köflum æsispennandi: appelsínugul veðurviðvörun var gefin út sama dag og hátíðin var sett og heilbrigðisráðherra aflétti öllum samkomutakmörkunum.

Þrátt fyrir veðurviðvaranir voru Hamingjudagar haldnir í góðu veðri. Skipuleggjendum og gestum leist ekki á blikuna þegar veðurstofan gaf út appelsínugula viðvörun rétt áður en hátíðin var sett en það fór betur en á horfðist. Brugðist var við þessu með því að breyta dagskránni aðeins.

Hátíðin var sett föstudaginn 25. júní af Estheri Ösp Valdimarsdóttur, tómstundafulltrúa Strandabyggðar, sem sá um skipulagningu Hamingjudaga og utanumhald í samstarfi við heimafólk. Samkomutakmarkanir voru í gildi þegar dagskráin var skipulögð en heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð á föstudagsmorgninum þess efnis að allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar ættu að falla úr gildi á miðnætti það sama kvöld. Gestir gátu því mætt á viðburði á laugardeginum án fjarlægðarreglna og gríma.

Þó að hátíðin sjálf hafi verið sett á föstudeginum var búið að taka forskot á sæluna með viðburðum á Sævangi, við tjaldstæðið á Hólmavík og í Steinshúsi við Ísafjarðardjúp. Það er varla hægt að nefna alla þá fjölmörgu viðburði sem haldnir voru á Hamingjudögum 2021, stóra og smáa, en meðal þeirra voru, á laugardeginum: leiksýningar leikhópsins Lottu, myndlistarsýning Rutar Bjarnadóttur í Hnyðju, kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu, Hamingjuhlaup yfir Kollabúðarheiði, „opinn bátur“ í skútunni Birillo, barsvar og brekkusöngur.

Á sunnudeginum: polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum, Hamingjubrönsj á Café Riis, karnival á Galdratúninu ásmt Quidditch-keppni og froðurennibraut í Kirkjuhvamminum svo ekki sé minnst á kökuhlaðborðið. Hátíðinni lauk með afar vel sóttu uppistandi Ara Eldjárn og Sögu Garðars á vegum Þjóðfræðistofu og Arnkötlu í félagsheimili Hólmavíkur.

Vefsíða Hamingjudaga var uppfærð reglulega meðan á hátíðinni stóð.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá hátíðinni á Instagramsíðu Strandabyggðar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up