Tækifæri til að sjá fornleifar með leiðsögn í Sandvík

Skrifað af:

Ritstjórn

Sandvík. Mynd: europeanheritagedays.com

Næskomandi föstudag býðst fólki einstakt tækifæri til þess að skoða fornleifar á Ströndum.

Síðastliðinn mánudag hófst rannsókn á nýjan leik í Sandvík og mun fornleifarannsókn standa yfir í tvær vikur. Á föstudaginn, 3. september kl. 16 býðst gestum og gangandi að líta fornleifarnar augum. Leiðsögn verður um svæðið og spjallað um minjarnar sem þar hafa fundist og þær settar í víðara samhengi. Viðburðurinn er partur af Evrópsku menningarminjadögunum sem Byggðasafnið á Reykjum tekur einnig þátt í. Markmið daganna er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu samfélaga í Evrópu. 

Sandvík. Mynd: europeanheritagedays.com

Árið 2018 hófst fornleifarannsókn á landnámsminjum í Sandvík sem er við Selströnd, rétt austan við þorpið Drangsnes. Svæðið er í mikilli hættu vegna ágangs sjávar og því vinna fornleifafræðingar í kappi við tímann við að bjarga þeim minjum sem þar eru áður en þær hverfa á haf út. Rannsóknin hefur leitt margt forvitnilegt í ljós er varðar landnám á svæðinu, auðlindanýtingu sem og verslun.  

Hægt er að skoða síðu viðburðar hér.

Sandvík. Mynd: europeanheritagedays.com
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.