Sveitarstjórn hafnar ásökunum um lögbrot

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavík
Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Sveitarstjórn Strandabyggðar hélt aukafund í dag kl. 16 til þess að ræða starfsmannamál, nánar tiltekið þá ákvörðun sveitarstjórnar 20. apríl sl. að segja upp sveitarstjóra sínum, Þorgeiri Pálssyni.

Á fundinn mættu Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson aðalmenn og Jón Jónsson, varamaður fyrir Eirík Valdimarsson. Á fundinum var uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra staðfest formlega og tillaga um staðfestinguna var samþykkt samhljóða.

Samstarfsörðugleikar og erfið samskipti

Í yfirlýsingu sveitarstjórnar sem birt var í kjölfar fundarins segir að ákvörðunin um uppsögnina hafi ekki verið léttvæg heldur hafi verið vel ígrunduð og átt sér nokkurn aðdraganda. Samstarfsörðugleikar milli Þorgeirs og kjörinna fulltrúa hefðu farið vaxandi yfir kjörtímabilið og samskipti verið orðin bæði erfið og þung. „Slíkar aðstæður eru krefjandi fyrir alla aðila og leiða oft í ljós að þeir eiga ekki lengur samleið. Þegar sýn og stefna sveitarstjórnar og sveitarstjóra fara ekki saman fer dýrmætur tími til spillis.“ skrifar sveitarstjórn.

Í yfirlýsingu fráfarandi sveitarstjóra sem birt var á strandir.is 21. apríl sl. segir Þorgeir Pálsson að hann hafi m.a. í lok árs 2019 beðið um fund með sveitarstjórn til að ræða bætt samskipti, en hafi ekki fengið neinar móttökur. Það er því greinilegt að samskiptaörðugleikar hafi verið til staðar í nokkurn tíma.

Ósáttur og skoðar réttastöðu sína

Þorgeir segist ósáttur við uppsögnina og að þau starfslok sem sveitarstjórn hafi boðið honum hafi verið óásættanleg. „Ég mun íhuga alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu mína.“ segir Þorgeir.

Sveitarstjórn telur hins vegar að löglega hafi verið staðið að uppsögninni: „Farið var eftir ákvæðum ráðningarsamnings. Þar er kveðið á um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest sem sveitarfélagið greiðir, hvort sem um uppsögn af hálfu sveitarfélags eða sveitarstjóra er að ræða.“

Þorgeir Pálsson, fv. sveitarstjóri Strandabyggðar. Mynd: Jón Jónsson

Sakar sveitarstjórn Strandabyggðar um lögbrot

Þorgeir segir í yfirlýsingu sinni að uppsögnin komi honum á óvart þó vissulega hafi þeim greint á í vissum málum „og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins.“ segir Þorgeir og skrifar svo að honum hafi þótt sumar ákvarðanir sveitarstjórnar stangast á við sveitarstjórnarlög og bæði samþykktir og siðareglur Strandabyggðar.

Hafna ásökunum um brot í starfi

Sveitarstjórn Strandabyggðar er ekki langorð um ásakanir Þorgeirs en hafnar þeim alfarið: „Sveitarstjórn hafnar því alfarið að hafa brotið sveitarstjórnarlög, samþykktir og siðareglur Strandabyggðar eins og ýjað er að í yfirlýsingu frá fyrrum sveitarstjóra.“

Ekki áætlað að ráða nýjan sveitarstjóra

Sveitarfélagið hyggst ekki ráða nýjan sveitarstjóra næstu þrjá mánuði heldur mun Jón Gísli, oddviti Strandabyggðar taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra og sveitarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins mun koma til með að skipta með sér verkum. Í yfirlýsingunni virðist ekki lokað á að ráðinn verði nýr sveitarstjóri eftir þessa þrjá mánuði en um ár er eftir af kjörtímabili sveitarstjórnarinnar.

Ráðgjöf fyrir afmörkuð verkefni

Sveitarstjórn hefur gert samning við ráðgjafafyrirtækið Ráðrík „um að vera til staðar og taka að sér afmörkuð verkefni fyrir sveitarfélagið gerist þess þörf.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í sveitarstjórnarmálum og hafa aðstandendur þess m.a. allar starfað sem sveitarstjórar.

Ráðrík er nú þegar að vinna fyrir Strandabyggð að fjárhagslegri endurskipulagningu og hagræðingu, verkefni sem hægt var að ráðast í með tilstilli samkomulags Strandabyggðar og Sigurðs Inga Jóhannssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Með samkomulaginu sem undirritað var 30. mars sl. voru sveitarfélaginu tryggðar 30 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði til að laga lausafjárstöðu sveitarfélagsins.

Samninngur Sigurður Ingi
Jón Gísli, oddviti Strandabyggðar við undirritun samnings við ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Mynd: Þorgeir Pálsson
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up