Sundleikfimi fyrir eldri borgara

Skrifað af:

Ritstjórn

Sundlaugin Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Sundleikfimi verður í boði fyrir eldri borgara í sundlauginni á Hólmavík, tveir tímar eru nú fyrir jól og stefnt er á að hafa reglulega tíma eftir áramót þegar veður verður orðið milt.

Sundleikfimin verður miðvikudagana 23. nóvember og 7. desember kl. 9.30-10 í sundlauginni á Hólmavík. Það er Henrike Stühff sem sér um tímana en Henrike er fim í vatninu, hefur kennt sund og var einnig í björgunarsundsteymi. Hún segir að stefnt sé að því að halda áfram eftir áramót þegar veður leyfir og meiri upplýsingar komi um það síðar. Hún segir jafnframt að viðbrögðin eftir fyrsta tímann hafi verið mjög jákvæð og eina neikvæða sem hún hefði heyrt var frá nokkrum sem voru sár yfir að hafa gleymt tímanum, en þau stefna þá á að koma í næsta tíma í staðinn.

Henrike segir að það góða við æfingar í vatni sé að vatnið leyfi fólki að fljóta og líða betur vegna þyngdarleysisins, laugin er í kringum 30°C og leikfimin í vatninu geti hjálpað fólki með t.d. gigt eða verki eftir aðgerðir o.fl. Í tímunum er Henrike á bakkanum og þátttakendur í lauginni, spiluð er tónlist og dans- og styrktaræfingar gerðar. Tímarnir enda svo á smá teygjum. 

Tímarnir eru hálftími í senn og eldri borgurum að kostnaðarlausu. Hægt er hafa samband við Henrike í s. 680 6282.

Nýjustu fréttir og greinar

Öll sem þekkja til Steinu í Gröf vita að hún er mikið jólabarn og bókstaflega umbreytir húsinu í Gröf í fallegt jólahús á hverju ári.
„Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi íslendinga fyrir Miðflokkinn.“ skrifar Högni Elfar Gylfason.
Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.
Laugardaginn 19. nóvember tóku nemendur Grunnskóla Drangsness þátt í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíó.
Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum mánudaginn 28. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.