Sumarið lítur vel út fyrir Strandferðir

Skrifað af:

Ritstjórn

Salómon Sig mun sigla á milli Ísafjarðar og Jökulfjarða í sumar. Mynd: Strandferðir

Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim. Strandferðir er fjölskyldufyrirtæki með 4-5 starfsmenn á sumrin en eigendur fyrirtækisins eru öll bundin fjölskylduböndum. Strandferðir hafa haldið úti áætlunarferðum frá Norðurfirði norður í friðland Hornstranda yfir sumarmánuðina sl. sex ár og hefur starfsemin aukist ár frá ári. Viðskiptavinir Strandferða eru að langstærstum hluta Íslendingar og hefur því fækkun ferðafólks vegna Covid-19 ekki haft jafn mikil áhrif á starfsemina og fyrir mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki.

Gunna Beta tekur 38 farþega. Mynd: Strandferðir

Strandferðir eru með tvo báta í farþegaflutningum og hafa nýlega stækkað við sig með nýjum báti, Gunnu Betu ST 2609 sem tekur 38 farþega. Síðastliðin ár hefur báturinn Salómon Sig ST-60 verið nýttur í þær ferðir, en hann tekur 18 farþega. Salómon Sig mun sigla á milli Ísafjarðar og Jökulfjarða í sumar.

Í sumar verða daglega ferðir frá Norðurfirði og áfangastaðirnir eru Reykjarfjörður, Drangar, Furufjörður, Látravík og Hornvík. Frá Ísafirði eru líka daglegar ferðir í Jökulfirðina og siglt er í Hrafnsfjörð, Lónafjörð, Veiðileysufjörð, Hesteyri og Grunnavík. 

Strandferðir eru nýbúin að setja í loftið nýja heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um áætlun bátanna og panta ferðir www.strandferdir.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Skólakrakkar í Strandabyggð heimsóttu varðskipið Þór sem var við Hólmavík í hefðbundnu eftirliti en einnig reykköfunaræfingu.
Scroll Up