Strandavarpið: Sósíalistaflokkur Íslands | Helga Thorberg

Skrifað af:

Ritstjórn

Helga Thorberg, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal. Strandavarpið er kosningahlaðvarp strandir.is. Oddvitum framboðsflokka í Norðvesturkjördæmi var boðið að koma í viðtal á Hólmavík og ræða hitamálin á svæðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Þurfum að skoða hvernig orkan er nýtt

Við byrjum sem áður á orkumálunum og Helga hefur mikinn áhuga á þeim. Hún segir að Vestfirðir hafi verið skildir eftir í orkumálum og það standi upp á ríkið. Hún segir að flutningskerfið sé ekki í lagi og það þurfi að stórbæta það. Helga segir að öll umræða um orkumálin snúist um orku til stóriðju en ekki til einstaklinga og að skoða þurfi hver orkuþörfin sé fyrir fólkið í landinu. Hún talar um að búið sé að fresta Hvalárvirkjun en að sú virkjun hafi ekki átt að leysa raforkumál á Vestfjörðum. Nærtækast sé að líta til stærstu orkunotenda á Vestfjörðum sem sé Ísafjörður og best væri að skoða kosti til orkuöflunar sem næst Ísafirði.

Helga segir að vindorkuver séu mögulega ekki jafn æskileg og þau virðist í fljótu bragði og skoða þurfi fleiri valkosti svo sem metan og repju. Varðandi orkuskiptin þurfi að hafa í huga að það sé ekki orkuskortur á landinu, það þurfi hins vegar að skoða hvernig orkan er nýtt.

Vilja róttæka kerfisbreytingu

Helga gagnrýnir aðra flokka fyrir framgang þeirra í vegamálum og að kostnaður við að koma á heilsárssamgöngum í Árneshrepp kosti smápeninga í stóra samhenginu. Þetta eigi auðvitað að gera.

Sósíalistaflokkurinn vill róttæka kerfisbreytingu og koma upp einskonar kærleikshagkerfi. Að tekin séu upp önnur gildi og viðmið í hagstjórn. Fólk og velferð eigi að vera í forgrunni og hagræðingar eigi að vera í þágu fólksins.

Í atvinnumálum er Helga harðorð út í þá flokka sem hafa verið við völd og segir fátt um tækifæri undir þeirra stjórn. Hún segir að sterkir aðilar haldi fólki í gíslingu út í byggðum landsins og ráði yfir heilu samfélögunum. Hún vill fá valdið heim í byggðirnar, afnema kvótakerfið og koma á dagakerfi. Hún leggur mikla áherslu á að strandveiðar verði gerðar frjálsar og arðurinn renni heim í byggðarlögin.

Valdið til bændanna

Um landbúnaðarmálin segir Helga að sú stefna sem hefur verið rekin sé mjög andstæð bændum og þeir séu ein fátækasta stéttin i landinu. Hún segir að kvótakerfið í landbúnaði, eins og í sjávarútveginum stuðli að einokun og spillingu. Hún vill endurvekja samvinnuhugsjónina og styðja við samvinnufélög hverskonar þar sem bændur gætu unnið meira saman um ýmis mál. Það þurfi að færa valdið og ákvarðanatökuna til bændanna sjálfra um þeirra eigin mál. Helgu hugnast hugmyndir um búsetustyrki frekar en framleiðslustyrki.

Kvótakerfið í burtu

Helga vill gera róttækar kerfisbreytingar sem ganga út á að færa valdið út í kjördæmin þar sem yrðu kjördæmaþing sem skipt yrði niður eftir ákveðnu landsvæði. Þar yrðu gerðar langtímaáætlanir um ýmis mál s.s. landnýtingu, frjálsar strandveiðar og kvótakerfið í burtu og allan fisk á markað. Þannig myndu auðlindirnar nýtast best nærumhverfinu sínu.

Stuðning við aukabúgreinar

Helga á sér draum um að sjá byggðirnar á Ströndum rétta úr kútnum. Hún segir að það þurfi að auka stuðning við þessi byggðalög og nefnir samvinnuverkefni, stuðning við frumkvæðisverkefni eins og bændur sem eru að prófa sig áfram með aukabúgreinar. Að það sé nóg af hugmyndum en lítið um stuðning. Að auki þurfi að styrkja grunnþjónustuna.

Öflug byggðastefna

Helga segir að Sósíalistaflokkurinn vilji koma á öflugri byggðastefnu sem miði að því að efla þessar byggðir, ekki bara verkefni eins og Brothættar byggðir. Hún vill flytja sem flestar stofnanir út á land sem ekki þurfa að vera staðsettar á Reykjavíkursvæðinu. Hún segir að almenn uppbygging myndi svo stuðla að skapandi greinum og er jákvæð fyrir einhverskonar byggðakvóta á styrki til menningar- og listamála.

Húsnæði og atvinna fyrir flóttafólk

Varðandi möguleika svæðisins að taka á móti flóttamönnum segir Helga að það verði að vera til húsnæði og atvinna á þeim stöðum þar sem taka á við flóttafólki og það væri mjög jákvætt fyrir svæðin að fá fleira fólk.

Kerfislægur vandi

Í umræðum um kynbundið ofbeldi og gerendameðvirkni segir Helga að þolendur verði að fá fjölþættan stuðning. Hún gagnrýnir dómskerfið í meðferð þessara mála og segir að hluti vandans sé kerfislægur. Þá telur hún að það vanti upp á fræðslu og að faglega sé tekið á málum sem upp komi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.