Strandavarpið: Samfylkingin | Valgarður Lyngdal Jónsson

Skrifað af:

Ritstjórn

Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason. Strandavarpið er kosningahlaðvarp strandir.is. Oddvitum framboðsflokka í Norðvesturkjördæmi var boðið að koma í viðtal á Hólmavík og ræða hitamálin á svæðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Þarf að endurnýja rammaáætlun

Við byrjum á orkumálunum. Valgarður telur að allir stjórnmálaflokkar vilji bæta afhendingargetu og –öryggi rafmagns á Vestfjörðum enda sé staðan ómöguleg. Hann telur að Vestfirðingar kalli eftir samblandi af því að farið verði í bæði orkuöflun á svæðinu og svo uppbyggingu flutningskerfisins. Hann hefur ekki verið persónulega hrifinn af Hvalárvirkjun en vissulega sé hún sé í nýtingarflokki rammaáætlunar. Valgarður segir að rammaáætlun hafi verið í gíslingu í þinginu í mörg ár og sé ónothæf, það þurfi að endurnýja hana og uppfæra eins og til stóð. Ef Hvalárvikjun verður áfram í rammaáætlun í endurnýjaðri áætlun muni hann styðja það.

Valgarður er mjög spenntur fyrir vindorkuverum og vill sjá þær hugmyndir þróast áfram og skoða hvar slík ver ættu best heima. Hann segir að öll orkuvinnsla hafi einhverja ókosti en þetta verði að skoða líka þar sem laga þurfi orkuöflun og –öryggi á svæðinu. Varðandi orkuskipti sé ljóst að við séum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og verðum að stíga einhver skref til að fara að nota aðra orkugjafa. Hvort það verður rafmagn, vetni eða eitthvað annað, verðum bara að sjá hvernig þróunin verður.

Vill tryggja heilsárs samgöngur í Árneshrepp

Varðandi samgöngur og vegamál á svæðinu telur Valgarður að svæðaskipting Vegagerðarinnar hafi leitt það af sér að norðvesturhluti landsins hafi setið eftir í alltof langan tíma. Það þurfi að taka pólitískar ákvarðanir að bæta þetta og endurskoða svæðaskiptinguna. Þá segir hann að ef það kosti 16,7 milljónir á ári að færa Árneshrepp í heilsárs vegasamband, þá eigi bara tvímælalaust að gera það. Meðan fólk búi í Árneshreppi eigi að sjá sveitarfélaginu fyrir samgöngum.

Nýsköpunarklasar og þróunarsetur

Í atvinnumálum er Valgarður hrifinn af þróunar- og nýsköpunarklösum, að efla hverskyns hugmynda- og þróunarsetur sem geta skapað farveg fyrir fólk sem vill skapa sér lifibrauð. Þá veltir hann fyrir sér nýju félagsformi fyrir ný fyrirtæki sem bæru minni álögur og skyldur fyrstu árin. Valgarður er eindreginn stuðningsmaður þess að færa opinber stör og stofnanir á landsbyggðina, það sé einnig hægt að flytja einstakar deildir stofnana. Þetta séu oft störfin sem vanti á landsbyggðinni, skrifstofustörf og verkefni fyrir háskólamenntað fólk.

Stuðningur við fjölbreyttan búskap

Valgarður segir að í landbúnaðarmálum sé Samfylkingin engin Grýla þó hún tali bæði fyrir loftslagsmálum og alþjóðasamstarfi. Hann vill sjá frelsi í greininni til að stunda fjölbreyttan búskap og styrkir ættu ekki bara að fara í kjöt- og mjólkurframleiðslu. Hann vill finna flöt á því að styrkja fólk til búsetu frekar en að tengja það við ákveðin störf.

Sjávarútvegskerfið meingallað

Varðandi sjávarútveg segir Valgarð að kerfið sé meingallað og ekki hægt að láta arðinn af greininni ganga til 40 fjölskyldna. Það verði að tryggja að arðurinn af auðlindinni gangi til þjóðarinnar. Þar nefnir hann m.a. fyrningarleiðina. Hann telur að það eigi að styrkja viðkvæm byggðalög með sértækum aðgerðum svo sem sértækum kvótaúthlutunum.

Meiri fjármuni í skapandi greinar

Valgarður segir að fólkið sjálft eigi að ákveða hvar það vill búa og ríkið þurfi að styðja við þau byggðalög þar sem fólkið vill vera. Byggð á Ströndum eigi undir högg að sækja. Varðandi eflingu skapandi greina á Vestfjörðum segir hann að hægt sé að setja meiri fjármuni í þau stuðningskerfi sem nú séu til staðar s.s. sóknaráætlanir og menningarstyrki landshlutasamtakanna.

Vill fjölbreyttara nám um allt land

Varðandi möguleika svæðisins til að taka á móti flóttafólki telur Valgarður að Strandabyggð ætti alveg að geta tekið við flóttamönnum eins og Hvammstangi og ríkið þurfi að koma með framlag og faglega aðstoð inn í slíkt verkefni. Þá vill hann efla íslenskukennslu verulega fyrir börn af erlendum uppruna.

Hann telur að það þurfi að bjóða fjölbreyttara nám út um allt land og styðja þurfi sérstaklega við verk- og tækninám og ríkið hafi klikkað í haust þegar 700 nemendur komust ekki í slíkt nám.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.