Strandavarpið: Miðflokkurinn | Sigurður Páll Jónsson

Skrifað af:

Ritstjórn

Sigurður Páll Jónsson skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal. Strandavarpið er kosningahlaðvarp strandir.is. Oddvitum framboðsflokka í Norðvesturkjördæmi var boðið að koma í viðtal á Hólmavík og ræða hitamálin á svæðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Hraða hringtengingu raforku á Vestfjörðum

Sigurður segir að afhendingaröryggi á raforku og næg raforkuframleiðsla sé grundvallaratriði fyrir búsetu og uppbyggingu á svæðinu. Hann vill hraða framkvæmdum við hringtengingu raforku á Vestfjörðum og koma henni á strax sérstaklega af því að það sé búið að setja Hvalárvirkjun til hliðar sem honum þykir miður. Hvalárvirkjun hefði gjörbreytt aðstæðum á Ströndum og Vestfjörðum ef verkefnið hefði haldið áfram.

Sigurður segir að það sé eitt af stóru atriðunum í stefnu Miðflokksins að tryggja afhendingaröryggi raforku allstaðar á landinu auk annarra innviða og það sé gert á þann hátt að þetta sé jafnréttisstefna fyrir landið og fylgt eftir þannig að framkvæmdir sem hafa setið á hakanum alltof lengi á svæðum eins og á Ströndum og Vestfjörðum verði ýtt framar og fái forgang til að komast sem hraðast inn í nútímann. 

Aðferðafræði rammaáætlunar ábótavant

Um rammaáætlun segir Sigurður að menn séu ekki sammála um aðferðafræðina. Rammaáætlun taki of mikið tillit til umhverfisáhrifa en það gleymist að tala um mannfólkið, búsetuskilyrði og atvinnumál og að mjög þröngt sjónarhorn sé notað við áætlunargerðina. 

Skoða smávirkjanakosti

Sigurður er ekki sérlega hrifinn af vindmyllum en er ekki á móti þeim heldur. Hann segir að það eigi að horfa á fleiri kosti en vind- og vatnsorku, s.s. gufu- og heitavatnsvirkjanir sem hann myndi vilja sjá meira nýtt. Hann segir að vindorkuframleiðslan muni aldrei koma í staðinn fyrir vatnsaflsvirkjanir, yrðu meira til uppfyllingar en gætu nýst vel á einstaka svæðum. Hann myndi vilja byrja á að fullnýta þau svæði sem hægt er að auka við vatnsaflsvirkjanir og skoða smávirkjanakosti líka. 

Huga að þjónustu sem fylgir orkuskiptunum

Sigurður segir að orkuskiptin séu byrjuð en það þurfi að fara í þau með skynsemi og það megi ekki koma niður á þeim svæðum út á landi sem ekki hafi kost á að fara í þetta jafn hratt og annarsstaðar. Svo þarf að huga að þjónustuþættinum sem fylgir orkuskiptum.

Stórátak í samgöngumálum

Sigurður nefnir að ef við viljum hafa þessi svæði í byggð þá verðum við að þjónusta þau og samgöngur þurfa að vera í lagi. Eins og í Árneshreppi þurfa málin að vera þannig að það sé hægt að búa þar og moksturmálin í lagi líka. Við þurfum að grípa til aðgerða og jafnvel fara í skuldsettar framkvæmdir þar sem gengið yrði í það að koma samgöngum framar sem eru aftarlega á merinni eins og við erum að tala um hér.  

Sigurður segir að aðferðarfræði vegagerðarinnar til að forgangsraða vegaframkvæmdum sé ekki að virka vel. Þungaflutningar hafa slitið vegunum mikið og það þurfi stórátak í samgöngumálum á landinu öllu. Það þurfi að færa samgöngur á svæðum eins og hér á Ströndum og Vestfjörðum til nútímans til samræmis við vegi fyrir sunnan og það er mikið af malarvegum í kjördæminu sem þarf að laga.

Vill skoða fiskeldi víðar

Um atvinnumál á svæðinu segir Sigurður að það þurfi eitthvað sem gefur mikla innspýtingu svo hægt sé að hraða uppbyggingu en svo þurfi líka að verja störf. Hann vill festa strandveiðar í sessi og tryggja áframhaldandi byggðakvóta og almennan kvóta því það hafi virkað ágætlega fyrir þetta svæði. Sigurður myndi vilja sjá það sett inn í lög að það væri hægt að skoða fleiri svæði en bara þau sem búið er að kortleggja fyrir fiskeldi og í framhaldi af því skoða möguleika á fiskeldi á þessu svæði og telur að það myndi gjörbreyta atvinnuástandi á Ströndum. Þá sé mikil þróun í fiskeldi og lokaðar kvíar rétt handan við hornið.

Huga að matvælaöryggi Íslendinga

Sigurður segir að landbúnaður sé í miklli vörn. Miðflokkurinn lagði fram þingsályktunartillögu um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu sem snýr að mörgum liðum s.s. sauðfjárrækt, mjólkurframleiðslu og grænmetisrækt. Hann vill skoða innflutning á matvælum betur og stuðla að meiri eftirspurn eftir innlendum landbúnaðarvörum. Hann segir að það þurfi að hafa sveitir og landið allt í byggð og þar verði að vera hægt að framleiða eitthvað og hafa af því tekjur. Þá nefnir hann að Íslendingar þurfi að huga vel að eigin matvælaöryggi.

Fleiri þingmenn frekar en jöfnuð atkvæða

Sigurður telur að jöfnuður atkvæða sé landsbyggðinni ekki til framdráttar og að þingmenn séu að berjast fyrir kjördæmin sín. Hann myndi frekar vilja sjá kjördæminu skipt upp aftur eins og það var áður og hafa fleiri þingmenn á svæðinu. Þetta sé gríðarlega stórt og ólikt svæði og það taki tíma og orku að setja sig inn í svo ólíkar aðstæður.

Orka og ljósleiðari lykilatriði fyrir nýsköpun

Varðandi nýsköpun og skapandi greinar telur Sigurður að það sé lykilatriði að hafa skilyrðin í lagi s.s. orkumál og ljósleiðara. Það séu mikil tækifæri í þessu kjördæmi fyrir nýsköpun.

Byggðakvóti á úthlutanir möguleiki

Sigurði finnst góð hugmynd að setja byggðakvóta á úthlutanir úr opinberum styrktarsjóðum til að jafna hlut landsbyggðarinnar. Hann myndi vilja skoða það með opnum huga. Hann segir að það að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður hafi ekki verið í sátt við alla en það hafi átt að efla nýsköpun á landsbyggðinni.

Fókus á kvótaflóttafólk

Varðandi flóttafólk segir Sigurður að hann myndi vilja sjá betri og hraðari afgreiðslu á þessum málum og að umgerðin sé ekki nógu góð en við verðum að geta stýrt því hverjir komi inn í landið og að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Hann vill að við lærum af nágrannaþjóðum okkar eins og Dönum og að við hjálpum hælisleitendum í því landi sem þeir komi frá frekar en að fá þá hingað til lands. Hann vill sjá aukinn fókus á kvótaflóttamenn en síður á hælisleitendur.

Meðvirkni í ofbeldismálum skemmir fyrir

Sigurður segir að við séum að stíga inn í nýja tíma í umræðu um kynbundið ofbeldi og gerendameðvirkni. Hann segir að öll meðvirkni í hvora áttina sem er geti skemmt fyrir og að við verðum að taka á þessu með opnum hug og stíga varlega til jarðar, þetta sé viðkvæmt þroskaskeið sem við þurfum að taka þátt í.

Átak til að fá lækna út á land

Varðandi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni segir Sigurður að mesti vandinn sé að fá lækna til að koma og starfa úti á landi. Hann sér fyrir sér leiðir til að hvetja lækna til að koma út á land með einhverskonar hvata s.s. gagnvart námslánum, vaxtaívilnanir á lánum og í skattamálum. Stjórnvöld verði að gera stórátak til að fá lækna út á land og að heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni eigi í vök að verjast.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.