Strandavarpið: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn | Sigurlaug Gísladóttir

Skrifað af:

Ritstjórn

Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal. Strandavarpið er kosningahlaðvarp strandir.is. Oddvitum framboðsflokka í Norðvesturkjördæmi var boðið að koma í viðtal á Hólmavík og ræða hitamálin á svæðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Hlusta á óskir heimamanna

Sigurlaug segir að afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum sé afskaplega nauðsynlegt. Hún styður þær ákvaraðanir sem fólkið á svæðinu sjálfu kemur sér saman um. Það á líka við um Hvalárvirkjun sem vissulega sé umdeild en það sé lýðræðislegt að fólkið á svæðinu ákveði sjálft hvað gert verði með þann virkjunarkost. Það sé ljóst að það verði að virkja á svæðinu en það megi þó ekki ganga gróflega á náttúruna. Hins vegar er hún alfarið á móti vindorkuverum. Hún vill líka að ákvarðanir um þjóðgarða á svæðinu séu í samræmi við vilja heimamanna.

Fleiri hleðslustöðvar um allt land

Varðandi orkuskiptin vill Sigurlaug stuðla að því að við getum nýtt okkar ódýru orku og það þurfi að auka gríðarlega uppbyggingu á hleðslustöðvum um allt land. Hún segir að það þurfi að koma í veg fyrir að 4. orkupakkinn sé samþykktur og helst að vinda ofan af 3. orkupakka líka því það hafi verið feilspor að samþykkja hann.

Vegakerfið á að tengja saman byggðir

Í samgöngumálum á svæðinu segir Sigurlaug að það þurfi að drífa í að koma heilsárssamgöngum í Árneshrepp. Vegakerfið eigi að tengja saman byggðir burtséð frá því hvað margir búa á hverjum stað.

Matartengd ferðaþjónusta í sókn

Í atvinnumálum sér Sigurlaug gríðarleg tækifæri í landbúnaðarmálum. Hún vill að styrkir í landbúnaði fari á býlin og bændur sjálfir ákveði hvað þeir nýti styrkinn í; hvort sem það er í ræktun, fullvinnslu afurða eða eitthvað annnað. Hún segir að við þurfum að vera sjálfbær með innlenda matvælaframleiðslu s.s. varðandi grænmetis- og gróðurhúsaræktun. Verðmætaaukning afurða eykur atvinnuuppbyggingu og matartengd ferðaþjónusta sé í sókn og tækifæri sem fylgja því. Hún segir að það þurfi að efla byggðirnar allt um kring en ekki bara á útvöldum stöðum.

Sigurlaug í hljóðveri Strandavarpsins. Mynd: Skúli Gautason

Sigurlaug er hlynnt því að flytja störf út á land, ekki endilega heilu stofnanirnar heldur sé hægt að flytja störf án staðsetningar.

Frjálsar strandveiðar

Sigurlaug vill að strandveiðar verði gefnar frjálsar og að allur fiskur fari á markað því það muni auka tekjur í landi. Hún telur að aukið frelsi til athafna stuðli að betri lífsbjörg og lífsgæðum. Hana langar að sjá blómlegt líf í öllum höfnum og að hægt sé að kaupa fisk beint frá bryggju.

Sigurlaug segir að byggðirnar sjálfar eigi að ráða sjálfar um framtíð sína, það eigi ekki að fjarstýra þeim og laga verði regluverkið til þess að það sé hægt.

Styðja við nýsköpun í landbúnaði

Varðandi skapandi greinar og nýsköpun segir Sigurlaug að landbúnaðarstefna Frjálslynda lýðræðisflokksins styðji við allskonar nýsköpun með reglugerðarbreytingum, sérstaklega í matvælavinnslu. Þarna séu margir möguleikar. Hún telur að ekki þurfi að setja byggðakvóta um úthlutanir styrkja til safna og listastarfsemi, en þeir styrkir eigi að efla listamenn til að gera eitthvað nýtt en ekki styrkja þá sem eru farnir að lifa á listinni.

Samráð við flóttafólk

Varðandi möguleika svæðisins til að taka á móti flóttafólki telur Sigurlaug að mörg sveitarfélög séu ekki í stakk búin til að takast á við þetta verkefni og það taki tíma að byggja hús ef húsnæði vanti. Hún vill líka sjá að það sé meira samráð haft við flóttafólkið sjálft hvort það vill búa í þétt- eða dreifbýli.

Fræðsla skiptir máli

Sigurlaug segir í sambandi við kynbundið ofbeldi ætti það að vera forgangsmál að efla og fræða þau sem sjá um að rannsaka slík mál.

Vandað og gagnvirkt fjarnám

Varðandi framhaldsnám í dreifðum byggðum segir Sigurlaug að ef nettengingar séu góðar sé hægt að stunda fjar- og dreifnám hvar sem er. Ungt fólk sé mjög tölvufært og kunni að nýta sér tæknina. Fjarnámið sjálft þarf svo að vera vandað og gagnvirkt til þess að það sé góður kostur.

Þurfum að kynna allt landið

Um málefni ferðaþjónustunnar vill Sigurlaug sjá kynningarátak fyrir allt landið en ekki bara einstaka staði og það þurfi að vinna mun betur að því. Það sé ekki gott að beina öllu ferðafólki á fáa staði.

Sorpbrennslustöðvar á köld svæði

Í sorpmálum vill Sigurlaug sjá uppbyggingu á sorpbrennslustöðvum með fullkomnum hreinsunarbúnaði á köldum svæðum. Það sé ekki forsvaranlegt að keyra með sorpið langar vegalengdir, það sé ekki sérstaklega umhverfisvænt. Þá telur hún að það séu klárlega tækifæri í umhverfisvottun Vestfjarða.

Farandteymi heilbrigðisfólks

Í heilbrigðismálum er Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með skýra stefnu fyrir landsbyggðina. Hugmyndin er að koma á farandteymi heilbrigðisfólks sem innihaldi lækna, hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga sem þarf í þá þjónustu sem alla jafnan er sótt til Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta farandteymi myndi fara um landið og þjónusta marga staði. Þannig myndi fólk fá þjónustuna heim í hérað í stað þess að þurfa sjálft að sækja hana annað.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.