Strandavarpið: Flokkur fólksins | Eyjólfur Ármannsson

Skrifað af:

Ritstjórn

Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason. Strandavarpið er kosningahlaðvarp strandir.is. Oddvitum framboðsflokka í Norðvesturkjördæmi var boðið að koma í viðtal á Hólmavík og ræða hitamálin á svæðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Völdin sem næst fólkinu

Eyjólfur telur mikilvægt að það sé raforkuframleiðsla á Vestfjörðum og að raflínur séu lagðar í jörð til að auka afhendingaröryggið. Eyjólfur vill tryggja fullveldisrétt Íslendinga í orkumálum og segir að það sé mikilvægt að völdin séu sem næst fólkinu og hefur barist gegn orkupakka 3 því þar sé verið að afsala völdum til annarra.

Nálægð við orkugjafa skapar störf

Eyjólfur hefur ekki kynnt sér sérstaklega Hvalárvirkjun en styður þá virkjanakosti sem eru í nýtingarflokki inni í rammaáætlun. Hann vill að smávirkjanir fari líka í umhverfismat og er jákvæður fyrir minni virkjunum sem og stórum. Nálægð við orkugjafa skapi störf og í því felist tækifæri. Hann hefur heldur ekkert á móti vindorkuverum en leggur áherslur á að stjórnin sé hjá heimafólki.

Raforkan orkugjafi upplýsingabyltingarinnar

Varðandi orkuskiptin nefnir Eyjólfur að raforkan sé orkugjafi upplýsingabyltingarinnar og telur að það þurfi að byggja upp innviðina fyrir rafbílavæðinguna. Hann hefur áhyggjur af því að búið sé að selja 87% af uppruna af okkar grænu orku fyrir smápeninga. Þetta er langstærsta umhverfismálið að hans mati.

Eyjólfur í hljóðveri Strandavarpsins. Mynd: Skúli Gautason

Verðmætasköpun í byggðalögum mikilvæg

Í samgöngumálum telur Eyjólfur að mikilvægt sé að klára að leggja bundið slitlag á öllu svæðinu og að það þurfi að þjónusta svæðið líka. Heilsárssamgöngur í Árneshreppi séu hluti af því. Hann telur að það eigi að halda öllu landinu í byggð og að fólkið sjálft eigi að ákveða hvernig á að halda úti byggðalögum. Eyjólfur segir að það verði að vera einhver verðmætasköpun í byggðalögum og nefnir m.a. frjálsar handfæraveiðar og það eigi að treysta einstaklingum. Sjávarútvegur er grunnvallastoð atvinnulífs á Vestfjörðum.

Vantar frelsi í landbúnaðinn

Eyjólfur styður íslenskan landbúnað en telur að það sé erfitt að byrja sauðfjárbúskap, það vanti upp á frelsi og þurfi að jafna búsetuskilyrði með styrkingu innviða. Hann telur að blanda af bæði búsetu- og framleiðslustyrkjum séu farsælasti kosturinn til að styrkja landbúnaðinn.

Hátæknisjúkrahús og fjarþjónusta í lækningum

Í heilbrigðismálum segir Eyjólfur að reka þyrfti eitt hátæknisjúkrahús á landinu fyrir alla landsmenn. Auka lækningar og læknisþjónustu í gegnum netið og fjarþjónustu og þeir innviðir þurfi að verða sterkari. Hann segir margt gott við íslenska heilbrigðiskerfið en þar vanti fjármagn.

Atvinnutækifæri verða að vera til staðar

Í atvinnumálum segir Eyjólfur að mikil tækifæri séu í ferðaþjónustu og það þurfi að reyna dreifa túrismanum um landsbyggðina en aðgengi og vegamál spili þar inn í. Hann telur að flutningur opinberra starfa út á landsbyggðina komi vel til greina, þar mætti t.d. nýta sýslumannsembættin betur með fjarvinnu. Þá eigi að styðja við sprotafyrirtæki og einstaklinga í frumkvöðlastarfi. Eyjólfur segir að til að efla skapandi greinar á svæðunum sé þetta allt tengt innviðum, þjónustu og félagslífi. Margir vilja búa úti á landi en atvinnutækifæri þurfa að vera til staðar.

Menningarstofnanir styðja við ferðaþjónustuna

Eyjólfur telur að aðgengi að menningarstofnunum sé líka mikilvægt og þær styðji við ferðaþjónustuna. Þá sé framboð á íþróttum líka þjónusta. Horfa verði til fjölbreyttra úrræða til að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og þar mætti klárlega beita einhversskonar skattaívilnunum til að jafna aðstöðu.

Eyjólfur telur að atvinnuframboð sé frumforsenda þess að byggðalög geti tekið á móti flóttafólki. Lítil samfélög eru góður kostur fyrir flóttafólk ef grunnforsendur eru til staðar.

Embætti fyrir kynferðisafbrotamál

Eyjólfur telur ekki að það sé nein kerfisbundin gerendameðvirkni til staðar. Hann myndi vilja sjá sérstakt embætti sem sæi um kynferðisafbrot þar sem þeim málum væri sinnt hratt og örugglega um allt land.

Tryggja fjölbreytt námsframboð

Í menntamálum hefur Eyjólfur áhyggjur af ólæsi drengja úr grunnskóla og margar þjóðir séu komnar fram úr okkur í menntamálum. Varðandi framhaldskólamenntun vill hann að það séu úrræði í boði sem miði að því að nemendur séu í skóla til 19 ára aldurs með námsframboð sem henti hverjum og einum. Það sé ekki forsvaranlegt að börn hætti í skóla 16 ára og það leiði bara til fátæktar. Þá vill hann auka aðgengi að verknámi.

Innlend sorpbrennsla

Varðandi endurvinnslumál segir Eyjólfur að innviðir þurfi að vera til staðar í sorpflokkun, það ætti að vera eitt kerfi um allt land og vill sjá innlenda sorpbrennslu til orkuframleiðslu.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.