Strandabyggð snýr vörn í sókn

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var í gær í Strandabyggð var samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir 2022 sýna að rekstrarafkoma A hluta er áætluð jákvæð um 25.563.000 kr. og samanlögð afkoma A og B hluta er áætluð jákvæð um 22.779.000 kr.

Hagræðingaraðgerðir og sértækur stuðningur

Sveitarfélagið fór í talsverðar hagræðingaraðgerðir og var fyrirtækið Ráðrík ehf. ráðgefandi fyrir þær aðgerðir. Þá hefur sveitarfélagið fengið vilyrði um framhald á samningi um sértækan stuðning sveitarstjórnarráðuneytisins við sveitarfélagið að upphæð 47 milljónir á árinu 2022 og 18 milljónir árið 2023. Þessi stuðningur gerir sveitarfélaginu kleift að fara í ýmsar framkvæmdir og viðhald sem liggur á að gera.

Framkvæmt verður fyrir rúmar 83 milljónir árið 2022 og eru stærstu framkvæmdirnar nýr inngangur við grunnskóla upp á 25 milljónir, viðhald í Íþróttamiðstöð og nýr bryggjukrani upp á 10 milljónir hvort. Þá eru fjölmörg minni verkefni á framkvæmdaáætluninni s.s. undirbúningsvinna og drenlögn við leikskólalóð, tvær nýjar fjárréttir, yfirlagning á götum og brunavarnir.

Viðsnúningur úr tapi í afgang árið 2021

Í fjárhagsáætlun fyrir 2021 var gert ráð fyrir tapi á rekstri sveitarfélagsins (A og B hluta) upp á 63.535.000 kr. en samþykktir fjögurra viðauka sem hafa verið gerðir síðari helming ársins 2021 hafa haft þau áhrif að nú er gert ráð fyrir afgangi að upphæð 10.225.000 kr. af rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Í viðaukunum fjórum er helst til að telja framlag ráðherra upp á 30 milljónir skv. samningi við sveitarstjórnarráðuneytið, auknar staðgreiðslutekjur um 17 milljónir, aukið útgjaldajöfnunarframlag jöfnunarsjóðs um 16 milljónir, uppgjör á Ísland ljóstengt og framlag úr fjarskiptasjóði um 12 milljónir auk sölu á eignum og ýmis framlög. Þá hefur sveitarfélagið tekið lán til að skuldbreyta eldri lánum og til afborgana lána til Lánasjóðs sveitarfélaga, en samtals voru lántökur ársins 2021 104,8 milljónir króna.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar á vef sveitarfélagsins og má sjá hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.