Strandabyggð óskar eftir sameiningarviðræðum við Reykhólahrepp

Skrifað af:

Ritstjórn

Reykhólar og Hólmavík. Myndir: Haukur Sigurðsson

Strandabyggð hefur samþykkt að fara í óformlegar sameiningarviðræður við Reykhólahrepp. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá sl. þriðjudegi.

Á fundinum var einnig tekið fyrir erindi frá Tálknafjarðarhreppi þar sem gerð er tillaga um að öll sveitarfélög á Vestfjörðum hefji óformlegar sameiningarviðræður, að Ísafjarðarbæ frátöldum. Komið hefur fram að bæði Bolungarvík og Vesturbyggð telja ekki tímabært að svo komnu máli að hefja viðræður um slíka sameiningu. Sveitarstjórn Strandabyggðar telur þess vegna að þessi sameining sé ekki raunhæf og mun ekki taka þátt í slíkum viðræðum að óbreyttu.

Krafa um 1000 íbúa viðmið

Sveitarfélögin Strandabyggð, Reykhólahreppur og Dalabyggð hafa öll farið í valkostagreiningu um sameiningu sveitarfélaga enda er krafa um 1000 íbúa viðmið í nýjum sveitarstjórnarlögum. Í Strandabyggð voru fimm valkostir ræddir á íbúafundi þann 6. október sl. og voru þeir allir með sveitarfélögum á Ströndum, þ.e. Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi auk Reykhólahrepps, Dalabyggðar og Húnaþingi vestra. Í kjölfarið var þessum sveitarfélögum send erindi með niðurstöðum valkostagreiningarinnar og leitað eftir viðhorfi þeirra til mögulegra viðræðna um sameiningu.

Reykhólar einu sem hafa svarað jákvætt

Nú hafa þrjú af þessum sex sveitarfélögum svarað erindinu og er eitt þeirra Reykhólahreppur sem tekur jákvætt í að skoða sameiningu með Strandabyggð. Húnaþing vestra hefur svarað að þeir hafi ekki áhuga á viðræðum að svo stöddu og Árneshreppur hefur einnig svarað erindinu og hefur ekki áhuga á sameiningu en er jákvæðara fyrir stærri sameiningu með fleiri sveitarfélögum. Í svari frá Árneshreppi kemur fram að þeir muni svara erindi Tálknafjarðarhrepps jákvætt. Kaldrananeshreppur hélt íbúafund 17. nóvember þar sem kom fram að íbúar hafa ekki mikinn áhuga á að sameiningum í bili en hafa ekki svarað erindi Strandabyggðar um sameiningu formlega.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.