Strandabyggð fær 9,3 milljónir úr húsafriðunarsjóði

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Strandabyggð hlaut veglegan styrk úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands, að upphæð 9,3 milljón króna. Styrkurinn verður nýttur til að vinna að gerð tillögu um verndarsvæði í byggð á Hólmavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Líndal, verkefnisstjóra Sterkra Stranda.

Stuðla að verndun afmarkaðrar byggðar

„Tilgangur slíkra verkefna er að stuðla að verndun afmarkaðrar byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Frekari uppbygging á því svæði sem afmarkað er og tillaga gerð um, er þá oftast háð því að svipmótið sem ætlunin er að vernda haldist, bæði við byggingarframkvæmdir og frágang á opnum svæðum. Í tengslum við gerð slíkrar tillögu fer fram heilmikil heimildarannsókn um sögu byggðar og bygginga, vinna með gamlar ljósmyndir og skráning húsa og fornleifa. Í ferlinu öllu er haft víðtækt samráð við íbúa og verður nánar auglýst síðar hvernig að því verður staðið.“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt kemur þar fram að tillögur um verndarsvæði komi ávallt frá sveitarfélögum og eru lagðar fyrir ráðuneyti Mennta- og menningarmála, en Minjastofnun Íslands veiti ráðgjöf við undirbúning tillagna og skili einnig umsögn sinni til ráðherra. „Verkefnisstjóri Sterkra Stranda vann umsókn Strandabyggðar til húsafriðunarsjóðs í umboði og í samvinnu við sveitarstjóra Strandabyggðar. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa gegnir lykilhlutverki í verkefnavinnunni.“

Aldrei fleiri umsóknir

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2021 var 361, en aldrei hafa borist fleiri umsóknir skv. tilkynningu á vef Minjastofnunar. Alls voru veittir 240 styrkir og samtals var úthlutað 315.757.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Tvö verkefni um Verndarsvæði í byggð hlutu styrk að þessu sinni, Hólmavík og Mosfellsbær – Álafosskvos. Verndarsvæði í byggð eru 11 talsins á landinu.

Hægt er að lesa nánar um Verndarsvæði í byggð á vef Minjastofnunar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up