Stefnir Strandabyggð vegna ólögmætrar uppsagnar

Skrifað af:

Ritstjórn

Þorgeir Pálsson. Mynd: Vísir.is/Vilhelm

Í fundargerð frá sveitarstjórnarfundi 1324 í Strandabyggð sem haldinn var í gær, 12. október, kemur fram að borist hafi stefna á hendur sveitarfélagsins frá fyrrverandi sveitarstjóra, Þorgeiri Pálssyni.

Þorgeir Pálsson fer fram á biðlaun í þrjá mánuði að frádregnum tekjum og krefst miskabóta vegna uppsagnar í apríl síðastliðnum. Telur hann uppsögnina hafa verið ólögmæta.

Uppfært kl. 19:08: Þorgeir benti strandir.is á að hann fer fram á vangoldin biðlaun. Hann segist einungis fara fram á þau laun sem ráðningarsamningur hans kveður á um. Skv. Þorgeiri samdi hann um þriggja mánaða uppsagnarfrest og þriggja mánaða biðlaun og það hafi verið í samningi hans.

Sveitarstjórn Strandabyggðar heldur því fram að gengið hafi verið frá starfslokum fyrrverandi sveitarstjóra í fullu samræmi við ráðningarsamning og í takt við ráðleggingar lögfræðinga. Þau telja að kröfurnar eigi ekki rétt á sér og fela Jóni Gísla Jónssyni, oddvita og lögmönnum sveitarfélagsins að taka til varna í málinu og verja hagsmuni sveitarfélagsins.

Úr fundargerð: Sveitarstjórnarfundur 1324 í Strandabyggð 12.10.2021

Telur uppsögnina ólöglega

Þorgeir telur að ólöglega hafi verið staðið að uppsögninni þegar Strandabyggð sagði honum upp í apríl þessa árs. Í apríl sendi sveitarstjórn frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ástæðu uppsagnarinnar vera ólíka sýn á stjórnun og málefni sveitarfélagsins. Ekki var óskað eftir því að Þorgeir ynni þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn og lét hann strax af störfum.

Í byrjun júní birti Þorgeir bréf á Facebook-síðu sinni sem hann hafði þá sent Strandabyggð. Þar sagði hann ljóst að hann þyrfti að höfða mál gegn sveitarfélaginu til að ná fram rétti sínum:

„Nú er ljóst að ég þarf að höfða mál gegn Strandabyggð, til að ná fram rétti mínum og þeim kjörum sem við sömdum um þegar ég var ráðinn. Það er óskemmtilegt en óhjákvæmilegt og aldrei hélt ég að sú staða kæmi upp. En, þar sem sveitarstjórn Strandabyggðar hefur alfarið hafnað mínum óskum og nú síðast minni sáttatillögu, sé ég mig knúinn til að fara þessa leið.“

Tengdar fréttir:

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.