Staða bólusetninga góð á Ströndum

Skrifað af:

Ritstjórn

Bólusetningar á Ströndum fara fram á Heilsugæslustöðinni á Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Búið er að full bólusetja um 24.344 einstaklinga á öllu landinu við COVID-19, þar af 489 á Vestfjörðum skv. covid.is.

Staðan góð á Ströndum

Á Ströndum hafa u.þ.b. 150 einstaklingar fengið bóluefni eða um 25% íbúa á svæðinu. Þar af hafa um 70 einstaklingar, um 11,5% verið full bólusettir skv. tölum* sem strandir.is fékk frá HVE, Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem þjónustar allar Strandir. Þetta er nokkuð góð staða miðað við aðra. Til viðmiðunar er búið að bólusetja 12,41% á Vestfjörðum og þar af 7,78% eintaklinga sem eru full bólusettir. 6,39% á höfuðborgarsvæðinu eru full bólusettir.

*Grófar tölur og birtar með fyrirvara.

Heft af magni bóluefnis

HVE fær ákveðið mikið bóluefni til ráðstöfunar flestar vikurnar og efninu er skipt jafnt á milli allra starfsstöðva stofnunarinnar m.v. íbúafjölda og fjölda í forgangshópum á hverjum stað. Í þessari og næstu viku er HVE að ljúka fyrri bólusetningu á einstaklingum eldri en 70 ára. „Við höfum verið að vinna okkur eftir aldursröð, byrjuðum á elstu aldurshópunum og svo mjakast þetta áfram. Við höfum jafnframt verið að bólusetja aðra forgangshópa, s.s. heilbrigðisstarfsmenn, lögreglu, sjúkraflutningamenn. Allt er þetta gert skv. ákveðinni forgangsröðun frá sóttvarnalækni. Við erum því miður heft af því magni bóluefnis sem við fáum í hverri viku.“ segir Rósa Mýrdal, verkefnastjóri hjá HVE.

Á Ströndum er því búið að bólusetja eftirfarandi hópa:

  • Íbúa hjúkrunarheimilis og hjúkrunardeildar HVE á Hólmavík
  • Starfsfólk hjúkrunarheimila og HVE Hólmavík
  • Sjúkraflutningafólk
  • Útkallslið lögreglu
  • Slökkvilið
  • Starfsfólk og skjólstæðinga í búsetuþjónustu

Auk þess er búið að bólusetja nokkra aðra hópa, s.s. aðstandendur langveikra barna, skjólstæðinga heimahjúkrunar.

Gengur vel að bólusetja

Skv. síðu HVE hafa bólusetningar almennt gengið vel hingað til á starfssvæði HVE. „Veðrið hefur gert verkefnið aðeins meira spennandi – Þess vegna hafa skammtar stundum þurft að fara á aðra staði en upphaflega var gert ráð fyrir. En það jafnast allt út á endanum.“

Aðspurð segir Rósa að þau geti ekki sagt til um hvenær bólusetningum ljúki, það sé undir því komið hvað þau fái mikið magn af bóluefni. „Við förum í einu og öllu að reglum sóttvarnalæknis hvað bólusetningar varðar, bæði varðandi forgangshópa og bóluefni.“ segir hún.

Tilkynning sóttvarnarlæknis

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sendi í dag út tilkynningu þar sem hann ítrekar ráðleggingar gegn öllum nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða.

Á rúmlega einu ári heimsfaraldurs COVID-19 hafa yfir 130 milljónir manna sýkst af völdum SARS-CoV-2 veirunnar í meira en 200 löndum og dauðsföll eru tæplega 3 milljónir, þar af yfir 900 þúsund dauðsföll í Evrópu. Sóttvarnalæknir vill ítreka ráðleggingar gegn nauðsynjalausum ferðalögum íbúa Íslands til áhættusvæða vegna COVID-19. Öll lönd og svæði heims nema Grænland eru skilgreind af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Áhættumat sóttvarnalæknis er samhljóða áhættumati Sóttvarnastofnunar Evrópu. Í mörgum löndum Evrópu er smittíðni há eða mjög há með dreifingu á nýjum afbrigðum veirunnar (sérstaklega svokölluðu B.1.1.7 afbrigði, kennt við Bretland). Bólusetning er enn skammt á veg komin í mörgum ríkjum og því eru ýmsar ferðatakmarkanir í gildi sem og takmarkanir innanlands í flestum löndum sem oft breytast með skömmum fyrirvara.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

„Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi.“
„Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum þarf að huga að fjölbreytni.“
Strandabyggð hlaut veglegan styrk úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands.
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Hér er rætt við fósturteljara.
Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggð þann 13. apríl sl. voru samþykktar nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna.
Í síðustu viku varð sú nýbreytni í skólastarfi í Grunnskóla Drangsness að boðið er upp á hádegismat fyrir bæði nemendur og starfsfólk í fyrsta sinn.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up