Sólbað og búðarferð á Drangsnesi

Skrifað af:

Ragna Ólöf Guðmundsdóttir

Verslunarfélag Drangsness. Mynd: Ragna Ólöf Guðmundsdóttir

Nýr sólpallur er risinn við Verslunarfélag Drangsness hvar heimamenn og gestkomandi geta sest niður og sötrað kaffi, ásamt sætabrauði sem fæst í versluninni, eða sleikt íspinna þegar vel viðrar, spjallað um daginn og veginn eða bara notið útsýnisins.

Valgeir Kristjánsson, smiður frá Hólmavík, sá um byggingu pallsins ásamt Bjarna Þórissyni og Ómari Má Pálssyni og var verkið leyst hratt og örugglega af hendi á fáum dögum.

Samfélagsaðstaða í kringum verslunina

Ragnhildur Rún Elíasdóttir verslunarstjóri gaf lítið út á hvort til stæði að hefja eiginlegan kaffihúsa- eða veitingarekstur og sagði að slíkar hugmyndir væru skammt á veg komnar, enda þyrfti að aðgæta ýmis leyfismál. Haft hefur verið eftir Gunnari Jóhannssyni, stjórnarformanni Verslunarfélagsins, að það yrði byggð upp samfélagsaðstaða í kringum verslunina og mun pallurinn vera einn liður þeirrar uppbyggingar.

Nýi sólpallurinn við búðina. Mynd: Ragna Ólöf Guðmundsdóttir

Ein hugmynd stjórnarinnar var að í þeirri aðstöðu gætu heimamenn til dæmis selt handverk eða annan varning úr heimbyggð. Önnur möguleg hugmynd var að minnka vöruúrval versluninnar í helstu nauðsynjar en bjóða fólki að panta þær vörur sem vantaði og byggja upp þjónustu í kringum það en kaupfélagshúsið sjálft yrði þá meiri samkomustaður en verslun eins og í núverandi mynd.

Hinsvegar setti covid-faraldurinn strik í reikninginn og verslunin heldur enn sínum gamla svip og mun haldast óbreytt enn um sinn fyrir utan nýja sólpallinn.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.