Sögurölt í Tungugröf

Skrifað af:

Jón Jónsson

Tungugrafarvogar í kvöldsólinni. Mynd: Jón Jónsson

Hin sívinsælu sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Þau eru vikulega yfir hásumarið og kynnt á Fésbókinni. Á fimmtudagskvöld kl. 20, verður rölt um Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn.

Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er margt að sjá og skoða og segja frá og einnig verður rölt dálítið um svæðið. Söguröltin eru annars yfirleitt auðveld og meiri áhersla lögð á sögur en göngu. Það eru Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum sem standa fyrir söguröltinu á sumrin. Aðra hverja viku er rölt á Ströndum og hina í Dölum, en stöku sinnum í Reykhólahreppi til tilbreytingar. Samstarfsverkefnið hófst árið 2018 og var farið í 8 rölt það árið, 10 árið eftir og 5 í fyrra en þá lá dagskráin niðri að hluta út af Covid. Röltið núna verður það fimmta á þessu ári og þátttakan oft verið ágæt.

Þau tímamót urðu í söguröltinu í síðasta rölti á Ströndum sem var tengt Náttúrubarnahátíðinni, að þúsundasti þátttakandinn var í hópi göngumanna og reyndist það vera Unnar Ragnarsson á Hólmavík sem varð söguröltari og göngugarpur númer þúsund.

Fésbókarviðburður

Fuglaskoðunarhús er í Tungugrafarvogum, enda fjölbreytt fuglalíf þar. Mynd: Jón Jónsson
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up