Sögurölt í Tungugröf

Skrifað af:

Jón Jónsson

Tungugrafarvogar í kvöldsólinni. Mynd: Jón Jónsson

Hin sívinsælu sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Þau eru vikulega yfir hásumarið og kynnt á Fésbókinni. Á fimmtudagskvöld kl. 20, verður rölt um Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn.

Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er margt að sjá og skoða og segja frá og einnig verður rölt dálítið um svæðið. Söguröltin eru annars yfirleitt auðveld og meiri áhersla lögð á sögur en göngu. Það eru Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum sem standa fyrir söguröltinu á sumrin. Aðra hverja viku er rölt á Ströndum og hina í Dölum, en stöku sinnum í Reykhólahreppi til tilbreytingar. Samstarfsverkefnið hófst árið 2018 og var farið í 8 rölt það árið, 10 árið eftir og 5 í fyrra en þá lá dagskráin niðri að hluta út af Covid. Röltið núna verður það fimmta á þessu ári og þátttakan oft verið ágæt.

Þau tímamót urðu í söguröltinu í síðasta rölti á Ströndum sem var tengt Náttúrubarnahátíðinni, að þúsundasti þátttakandinn var í hópi göngumanna og reyndist það vera Unnar Ragnarsson á Hólmavík sem varð söguröltari og göngugarpur númer þúsund.

Fésbókarviðburður

Fuglaskoðunarhús er í Tungugrafarvogum, enda fjölbreytt fuglalíf þar. Mynd: Jón Jónsson
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.