Snjómokstur allt að tvisvar í viku í Árneshreppi

Skrifað af:

Ritstjórn

Snjómokstur. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Á tímabilinu janúar til mars á næsta ári verður þjónusta á Strandavegi í Árneshrepp aukin þannig að vegurinn verður mokaður þegar aðstæður leyfa allt að tvisvar í viku. Um tilraunaverkefni er að ræða til að mæta óskum um aukna þjónustu. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar í dag.

Árneshreppur hefur verið partur af verkefninu Brothættar byggðir síðan árið 2017 undir heitinu Áfram Árneshreppur. Verkefnið er á vegum Byggðastofnunar. Ítrekað hefur komið fram í vinnu við verkefnið að einangrun Árneshrepps að vetri til sé veruleg hindrun uppbyggingar í byggðarlaginu, sé erfið bæði til að halda fólki á svæðinu og að laða nýtt fólk að.

Snjómoksturskort Vegagerðarinnar fyrir Vestfirði 2021. Mynd: Vegagerðin

Einungis mokað að vori og hausti

Hingað til hefur ekki verið mokað á þessum tíma árs, nema að beiðni sveitarfélags samkvæmt helmingamokstursreglu. Strandavegur, frá Kaldrananeshreppi og í Árneshrepp, hefur hingað til verið í svokallaðri G-reglu hjá Vegagerðinni. G-regla þýðir að einungis er þjónustað 2 daga í viku, vor og haust „á meðan snjólétt er.“ Tilraunaverkefnið snýst um að prófa að færa veginn yfir í F-reglu, sem þýðir að mokað er tvisvar í viku.

Mat á aðstæðum verði í samstarfi við heimafólk

Þetta fyrirkomulag, F-reglan, verður prófað fyrstu 3 mánuði komandi árs, frá 5. janúar – 20. mars 2022. Vegurinn verður þá mokaður allt að tvisvar sinnum í viku, þegar aðstæður leyfa og þegar fyrirsjáanlegt er að færðin haldist sæmileg eitthvað áfram. Mat á aðstæðum og ákvörðun til moksturs verður í höndum Vegagerðarinnar í samstarfi við heimafólk og eingöngu mokað þegar hægt er að leggja mat á snjóflóðahættu og veður heimilar.

Hér er hægt að sjá hvaða reglur gilda nú fyrir hvern veg. Mynd: Vegagerðin

Vegagerðin fjármagnar verkefnið

Á vef Vegagerðarinnar segir að Vegagerðin muni fjármagna tilraunaverkefnið en markmið þess sé að leggja mat á raunhæfi þess að halda úti vetrarþjónustu á Strandavegi yfir háveturinn og jafnframt hvað þurfi til svo hægt sé að sinna slíkri þjónustu með öruggum hætti.

Í tilkynningunni segir að Strandavegur sé um 80 km langur frá Bjarnarfirði í Norðurfjörð. „Vegurinn er að hluta til niðurgrafinn og liggur um þekkt snjóflóðasvæði. Lega og ástand vegarins, auk snjóflóðahættu, veldur því að oft á tíðum er ekki hægt að moka hann eða halda honum opnum að vetri til, sérstaklega þegar snjóþungt er. Takmörkuð fjarskipti eru einnig á þessari leið sem dregur úr öryggi bæði starfsmanna við vetrarþjónustu og almennra vegfarenda.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.