Skrifað undir samstarfssamning í afmælisveislu

Skrifað af:

Ritstjórn

samningur um rannsóknarsetur
Sæunn Stefánsdóttir og Jón Gísli Jónsson handsala samningin. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

5 ára afmæli Rannsóknarseturs

Í gær fimmtudaginn 30. september var haldið svokallað vísindasport í Hnyðju á Hólmavík. Það var Þjóðtrúarstofa sem stóð fyrir viðburðinum og var tilefnið m.a. að halda upp á 5 ára starfsafmæli Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Við sama tilefni var skrifað undir samstarfssamning við sveitarfélagið Strandabyggð og verkefni Rannsóknarsetursins kynnt.

Jón Jónsson forstöðumaður og Eiríkur Valdimarsson kynntu verkefnin. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Fjölmörg verkefni

Jón Jónsson forstöðumaður Rannsóknarsetursins og Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur kynntu helstu verkefni rannsóknarsetursins en þau eru fjölmörg og af ýmsum toga. Það má m.a. finna verkefni tengd húsakönnun, ljósmyndaskráningu og bókaútgáfu.

Styrkir bæði Strandabyggð og Rannsóknarsetrið

Þá var undirritaður samstarfssamingur Þjóðtrúarstofu og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands og Jón Gísli Jónsson oddviti í Strandabyggð skrifuðu undir samninginn og er honum ætlað að styrkja bæði sveitarfélagið og Rannsóknarsetrið. Markmið samningsins er annars vegar að efla þekkingar – og rannsóknarstarf í sveitarfélaginu Strandabyggð og á Ströndum og hins vegar að festa í sessi starfsemi Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum.

Sæunn Stefánsdóttir og Jón Gísli Jónsson undirrita samninginn. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Samfélagsverkefni og viðburðir

Samstarfið snýst m.a. um að sveitarfélagið leigi setrinu aðstöðu í Þróunarsetrinu og að sveitarfélagið leiti til Rannsóknarsetursins með samfélagsverkefni sem kynnu að falla undir sérsvið þess. Þá mun mun setrið vinna með menningar- og menntastofnunum á svæðinu að verkefnum og viðburðum á sviði menningararfs og þjóðfræða og saman munu setrið og sveitarfélagið leita leiða til að koma upp tímabundinni gisti- og skrifstofuaðstöðu fyrir fræðafólk.

Frá Vísindasportinu í Hnyðju. Mynd: Ásta Þórisdóttir.
Eiríkur Valdimarsson. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Afmæliskaffi Þjóðfræðistofu. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.