Skráning í gangi í Trékyllisheiðarhlaupið

Skrifað af:

Stefán Gíslason.

Trékyllisheiði
Stokkiði yfir læk á Trékyllisheiðinni. Mynd: Trékyllisheiðin FB.

Strandafólk er hvatt til þátttöku í „litla Trékyllisheiðarhlaupinu“ sem hentar sérlega vel fyrir byrjendur og óvana hlaupara.

Í Trékyllisheiðarhlaupinu sem haldið verður laugardaginn 14. ágúst nk. er boðið upp á tvær vegalengdir. Styttra hlaupið „Trékyllisheiðin mini“ er um 15 km langt og hefst á þjóðveginum á Bjarnarfjarðarhálsi, u.þ.b. 2 km ofan við bæinn Bassastaði. Þaðan liggur leiðin eftir grófum jeppaslóða inn á sunnanverða Trékyllisheiði. Eftir u.þ.b. 8,5 km er komið inn á leiðina yfir heiðina. Þar verður drykkjarstöð með vatni og orkudrykk fyrir þau sem vilja. Við drykkjarstöðina er beygt til suðurs og hlaupið eftir vegarslóða niður í Selárdal skammt frá Bólstað, vaðið yfir Selá (með aðstoð eftir þörfum) og endaspretturinn tekinn inn dalinn að skíðaskálunum á Brandsholti, þar sem hlaupið endar. Skíðafélag Strandamanna er framkvæmdaaðili hlaupsins.

Mörg halda sjálfsagt að fjallahlaup séu bara fyrir ofurhlaupara. En sú er alls ekki raunin. „Trékyllisheiðin mini“ hentar þvert á móti sérlega vel fyrir byrjendur og óvana hlaupara. Það er nefnilega alls engin skylda að hlaupa alla leið – og reyndar má ganga alla leið ef fólk vill. Fullfrískt göngufólk getur vel lagt þessa leið að baki á u.þ.b. 3 klst, enda leiðin frekar flöt og öll niður í móti undir lokin. Tímamörkin í hlaupinu eru mjög rúm, eða heilar 5 klst. Hlaupið er ræst kl. 13 og markinu í Selárdal lokað kl. 18.

„Trékyllisheiðin mini“ er kjörið tækifæri til að kynnast veröld utanvegahlaupanna og njóta útivistar um leið. Sérstök ástæða er til að hvetja Strandafólk af öllum stærðum og gerðum til að nýta þetta tækifæri, ekki síst núna þegar hlaupið er haldið í fyrsta sinn.

Skráning og allar nánari upplýsingar má finna hér.

Facebook síða hlaupsins er hér

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.