Skólunum á Hólmavík aftur skellt í lás vegna COVID-19

Skólarnir á Hólmavík verða lokaðir fram yfir helgi vegna COVID-19 smita. Starf Geislans og Ozon fellur einnig niður. Smitrakning er hafin.