Skólaþing í Strandabyggð

Skrifað af:

Ritstjórn

Grunnskólinn á Hólmavík
Nemendur og starfsfólks við afhendingu Grænfánans á Hólmavík. Mynd: Grsk. Hvk.

Lýðræðislegur vettvangur

Skólaþing verður haldið í Strandabyggð á morgun, fimmtudag. „Markmiðið með skólaþingi er að gefa nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa tækifæri til að koma á lýðræðislegan hátt á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf í Strandabyggð.“ segir í tilkynningu skólastjóra á vef Strandabyggðar.

Skólaþingið verður tvískipt, fyrst vinna nemendur að hugmyndum og tillögum fyrir betri skóla í fyrri hluta skólaþingsins sem haldið verður á skólatíma á morgun. Foreldrum, starfsfólki og öllum sem hafa áhuga á skólastarfi í Strandabyggð er svo boðið að mæta á seinni hluta þess sem verður í gegnum fjarfund klukkan 16-18.

Ath. að upprunalega átti þingið að vera í Félagsheimilinu en hefur nú verið fært á Zoom.

Dagskrá skólaþingsins er eftirfarandi:

  1. Setning
  2. Kynning frá skólaþingi nemenda
  3. Framtíðarskólastarf á Íslandi – Kristrún Lind Birgisdóttir
  4. Nafn á sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla – hugmyndabankinn opnaður og tekið við fleiri tillögum
  5. Einkunnarorð og framtíðarsýn – unnið í hópum
  6. Betri skóli – unnið í hópum
  7. Samantekt og kynning
  8. Þingslit

Skóla- og foreldraráð mun svo taka saman allar þær hugmyndir og tillögur sem koma fram á þinginu og þær verða birtar á heimasíðu skólans.

Hlekkur á Skólaþingið

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up