Skólarnir á Ströndum að byrja

Skrifað af:

Ritstjórn

Útikennsla
Útikennsla verður áberandi fyrstu vikuna í skólastarfi á Ströndum. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Nú styttist í að skólarnir fari að byrja og verða skólasetningar í næstu viku í grunnskólunum á Ströndum. Útikennsla, útivist, hreyfing og ferðalög einkenna fyrstu vikuna hjá skólunum báðum á Hólmavík og Drangsnesi.

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Á Hólmavík er sameinaður skóli leikskóla, grunnskóla og tónskóla og starfa um 30 manns samtals við deildirnar þrjár, þar af margir í hlutastarfi. Leikskólinn Lækjarbrekka opnaði miðvikudaginn 11. ágúst eftir sumarfrí en þar verða um 25 nemendur í tveimur deildum í vetur.

Útikennsluvika í grunnskólanum á Hólmavík

Grunn- og tónskóli Hólmavíkur verður settur þann 24. ágúst kl. 8:30 og hefst kennsla sama dag í kjölfarið. Í grunnskólanum eru skráðir 44 nemendur og er samkennt í þremur bekkjardeildum. Fyrsta vika skólans er útikennsluvika samkvæmt skóladagatali. Hér má skoða heimasíðu skólans.

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Tónskólinn á Hólmavík þjónar bæði grunnskólunum á Hólmavík og Drangsnesi og einnig leikskólanum Lækjarbrekku. Þá býðst fullorðnum einstaklingum einnig að sækja um nám við skólann. Tónskólinn býður pláss fyrir ca. 38 nemendur á 11 mismunandi hljóðfæri. Þá er boðið upp á samspil fyrir bæði yngri og eldri nemendur. Einnig er starfræktur barnakór sem hefur verið með um 12 nemendum. Enn er hægt að sækja um í Tónskólanum. Bragi Þór Valsson er aðstoðarskólastjóri Tónskólans en auk hans kennir Vera Ósk Steinsen við skólann. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Grunnskólinn á Drangsnesi byrjar á skólaferðalagi

Grunnskólinn á Drangsnesi. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Grunnskólinn á Drangsnesi verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 10 og hefst kennsla skv. stundarskrá daginn eftir. Í vetur stunda 7 nemendur nám við grunnskólanum og er kennt í tveimur bekkjardeildum, eldri og yngri. Alls eru 2,5 stöðugildi kennara við skólann. Haustönnin hefst á skólaferðalagi í Árneshrepp og svo er áhersla á útikennslu og hreyfingu fyrstu vikurnar, segir Guðný Rúnarsdóttir skólastjóri. Hér má skoða heimasíðu skólans.

Ekki er rekinn leikskóli á Drangsnesi annan veturinn í röð, þar sem engir nemendur eru á leikskólaaldri þessi árin.

Enginn grunnskóli er starfræktur í Árneshreppi fjórða árið í röð, en í Finnbogastaðaskóla var síðast kennt á haustönn 2017.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.