Skólarnir á Hólmavík áfram lokaðir

Skrifað af:

Ritstjórn

Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Leik-, grunn- og tónskóli á Hólmavík verður lokaður mánudag 22. nóvember og þriðjudag 23. nóvember á meðan starfsfólk og nemendur fara í sýnatöku og fá svör og framhaldið er undirbúið.

Grunnskólinn á Hólmavík var lokaður sl. mánudag vegna COVID-19 smits og svo var öllum skólunum á Hólmavík lokað á föstudeginum og fram yfir helgi, nú er búið að framlengja því til þriðjudags.

Skólinn heldur ekki utan um fjölda smitaðra í samfélaginu.

Starfsfólk og nemendur fara í sýnatökur og framhald ákveðið út frá niðurstöðum úr þeim. Sýnatakan fer þannig fram að þau sem eru í smitgát fara í hraðpróf og þau sem eru í sóttkví fara í PCR próf. Hafið samband við heilsugæslu og pantið tíma ef þið eruð í smitgát eða sóttkví og hafið ekki fengið boð um sýnatöku. Einnig ef þið finnið fyrir einkennum. Sjá nánar á covid.is.

Almannavarnir hafa ekki samband við skóla til að setja af stað smitrakningu nema smit séu rakin beint til einstaklinga innan skólans og aðrir einstaklingar hafa verið útsettir þar. Þannig er til dæmis ekki haft samband við skólann þegar smit fjölskyldumeðlima í einangrun eru rakin til þess að smit og útsetning eigi sér stað innan fjölskyldunnar. Skólinn heldur einnig ekki utan um fjölda smitaðra í samfélaginu. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar í dag.

Senda batakveðjur og þakkir

Í upplýsingapósti sem skólinn sendi á foreldra í dag segir: „Skólinn hefur verið í góðu sambandi við smitrakningarteymi Almannavarna og starfsfólk heilsugæslustöðvar HVE á Hólmavík hefur svör á reiðum höndum.
Við erum afar þakklát fyrir hvað þið hafið verið dugleg að hafa samband og láta vita af ykkur og við sendum okkar bestu batakveðjur til þeirra sem eru veikir og í einangrun.“

Hægt er að hafa samband og leita ráða hjá Læknavaktinni í síma 1700 og í gegnum spjallið á covid.is.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.