Skólamáltíðir í fyrsta sinn á Drangsnesi

Skrifað af:

Ritstjórn

Skólamáltíð á Malarkaffi
Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir og Katrín Halla Finnsdóttir ánægðar með plokkfiskinn á Malarkaffi. Myndir: Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

Í síðustu viku varð sú nýbreytni í skólastarfi í Grunnskóla Drangsness að boðið er upp á hádegismat fyrir bæði nemendur og starfsfólk í fyrsta sinn.

Ánægð með þessa nýjung

Maturinn kemur frá veitingahúsinu Malarkaffi sem rekið er samhliða gistiheimilinu Malarhorni. Boðið verður upp á hádegismat alla daga nema föstudaga út skólaárið. „Við erum hæstánægð með þessa nýjung og allir saddir og sælir þegar þeir koma í skólann eftir hádegismat.“ segir Guðný Rúnarsdóttir skólastjóri um þessa nýbreytni og segir að það sé um 10 – 15 mínútna göngutúr á veitingastaðinn. Hún segir það bara hressandi og hægt sé að horfa á þetta sem útivist í leiðinni.

Hingað til ekki grundvöllur fyrir skólamáltíðum

Það hefur verið í umræðunni meðal foreldra nemenda að það væri ákjósanlegt að bjóða upp á heitan mat í hádeginu en hingað til ekki verið grundvöllur fyrir því. Nú hins vegar hefur verið ráðinn kokkur til að elda fyrir nokkra smiði sem eru að fara að smíða ný íbúðarhús á Drangsnesi, og þá opnaðist sá möguleiki að hægt væri að selja fleirum mat í leiðinni.

Niðurgreitt af sveitarfélaginu

Framkvæmdastjóri Malarhorns, Eva Katrín Reynisdóttir hefur ráðið kokkinn Óskar Halldór Hafsteinsson til sín í þetta tímabundna verkefni, en Óskar er nýfluttur til Hólmavíkur. Eva segir að fyrst að búið sé að ráða kokk sé alveg eins hægt að elda fyrir fleiri og þegar starfsfólkið í grunnskólanum hafði samband um að gera tilraun með skólamat fram á vorið var tilvalið að láta á þetta reyna. Kaldrananeshreppur greiðir niður matinn fyrir nemendur og starfsfólk en nemendur eru 8 og starfsmenn 4 fyrir utan smiðina.

Aðspurð hvort þau sjái fyrir sér að selja fleiri aðilum mat ef eftir því væri leitað segir Eva að þau séu mjög opin fyrir slíku enda myndi það styrkja rekstrargrundvöllinn. Þá verður skoðað í framhaldinu hvort grundvöllur sé fyrir að halda áfram með þetta á næsta skólaári. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up