Skólaferðalag í Sveitaskólann í Trékyllisvík

Skrifað af:

Guðný Rúnarsdóttir

Elín Agla Briem talaði um mandölur og svo var farið í núvitundaræfingar. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir

Í síðustu viku fóru nemendur og starfsfólk Grunnskóla Drangsness í Sveitaskólann í Trékyllisvík í Árneshreppi. Sveitaskólinn fer fram í Finnbogastaðaskóla og er samstarfsverkefni hans, Grunnskóla Drangsness og Byggðastofnunar í gegnum verkefnið Áfram Árneshreppur sem er hluti af átaki ríkisstjórnarinnar um brothættar byggðir. 

Á leiðinni norður sást bæði til hafarnar og sela, þegar komið var í Finnbogastaðaskóla var tekið vel á móti okkur. Fyrst á dagskrá var mandölugerð, en Elín Agla Briem fyrrverandi skólastjóri og kennari við Finnbogastaðaskóla ræddi við okkur um mandölur og svo var farið í núvitundaræfingar. Því næst var haldið niður í fjöru þar sem rist var í sandinn og hlutum af svæðinu raðað í fallegar mandölur. Efni úr fjörunni var svo safnað í poka og flutt á skólalóðina þar sem stór mandala var gerð. Hafist var handa, ákveðið hvað skyldi vera í miðjunni og svo unnið út frá því. Þari, rekaviður, bein, steinar og skeljar voru meðal þess sem var notað en einnig plöntuðu nemendur birkiplöntum frá Skógrækt ríkisins í ysta hring hennar og haustlaukum innar. Spennandi verður að sjá næsta sumar og næstu ár hvernig mandalan þróast og breytist með tímanum.

Mandala úr hlutum úr fjörunni. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir

Svo fór að líða að kaffitíma. Nemendur bökuðu súkkulaðikökur og vöfflur og buðu íbúum af svæðinu í kökur og kaffi. Mikið var nú gaman að heyra Hrefnu í Árnesi og Margréti frá Bergistanga segja frá því þegar skólahald var blómlegt á svæðinu. Sem stendur er ekki grundvöllur fyrir skólahaldi í Árneshreppi þar sem engir ábúendur á svæðinu yfir vetrartímann eiga börn á grunnskólaaldri. Eftir kökuboðið var haldið í Krossneslaug og þar var svamlað um og leikið sér með stórbrotið brimið í bakgrunni.

Daginn eftir fórum við að heimsækja sveitahundinn Kubb og heilsa upp á kindurnar á Steinstúni.

Takk fyrir okkur – Við hlökkum til að koma aftur í Árneshrepp!

Hér að neðan má sjá myndir frá ferðinni.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.