Sjóíþróttafélagið Rán vill fá fleiri félaga

Skrifað af:

Ritstjórn

Sjóíþróttafélagið með kayaksiglingar á Náttúrubarnahátíðinni. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir

Rán – sjóíþróttafélag við Steingrímsfjörð, heldur opinn félagsfund í Hnyðju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 18:00. Starfsemi félagsins verður kynnt og rætt um framtíðaráætlanir.

Fréttakona strandir.is sló á þráðinn til Áka Karlssonar formanns Ránar til að forvitnast aðeins um félagið sem nú er um tveggja ára. Áki segir að nú sé búið að kaupa 2 kayaka og félagið hafi fengið björgunarvesti að gjöf. Þá sé á döfinni að kaupa ýmsan meiri búnað í kringum bátana s.s. árar og festingar. Félagið er enn að leita sér að heppilegri aðstöðu og er að skoða ýmsa möguleika. „Framundan er að skipuleggja næstu skref, auk þess að sækja meira fjármagn í sjóði til að fjármagna starfið. Okkur langar að halda námskeið og kynna félagið fyrir fleirum. Í framtíðinni þarf líka að huga að því að félagið komi sér upp öryggisbáti“ segir Áki.

Tóku þátt í Hamingjudögum og Náttúrubarnahátíð í Strandabyggð

Þótt starfsemin hafi ekki verið mjög mikil þá tóku stjórnarmeðlimir að sér kynningar á kayakróðri í sumar á tveimur hátíðum í Strandabyggð, annars vegar á Hamingjudögum á Hólmavík í júní og svo á Náttúrubarnahátíðinni á Sævangi í júlí. Þetta mæltist mjög vel fyrir og fjölmargir, börn og fullorðnir gripu tækifærið til að prófa.

En er þetta bara sumarsport? „Nei, alls ekki, það er hægt að stunda kayakróðra árið um kring, það þarf bara að koma skipulagi á hvernig við ætlum að gera þetta,“ segir Áki. „Við erum að vonast til að fá fleiri félaga inn og efla félagið og iðkun íþróttarinnar,“ bætir Áki við að lokum en í fundarboðinu kemur fram að fundurinn sé öllum opinn og fólk hvatt til að mæta og skrá sig.

Facebook viðburður

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.