Sirkusinn kemur í bæinn

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Eyrún, Jóakim, Bryndís og Thomas í Allra veðra von. Mynd: Lilja Draumland

Sirkussýningin Allra veðra von verður sýnd þann 8. júlí á Sauðfjársetri á Ströndum kl 18:00. Á sýningunni eru akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar notaðir til að flétta saman sögur af mönnum og veðri. 

Allra veðra von hlaut á dögunum Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2021. Um er að ræða nýsirkussýningu þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Sirkushópurinn Hringleikur sýnir enda verkið utandyra um allt land í sumar. Gera má ráð fyrir að hið íslenska ófyrirsjáanlega veðurfar hafi töluverð áhrif á sýninguna en lagt er upp með að sýna í -svo gott sem- hvaða veðri sem er.

Veðrið og við

Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum, en með nútíma tækni, farartækjum, húsnæðiskosti og samfélagsgerð má segja að bein áhrif veðurs á daglegt líf okkar hafi dvínað. Gjörvöll menning Íslendinga er þó sannarlega lituð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis landans og þegar litið er til framtíðar er ekki hjá því komist að horfast í augu við veðrið og þau tengsl sem við höfum við það.

Hringleikur

Sirkuslistahópurinn Hringleikur var stofnaður árið 2018 af hópi sirkusfólks með það markmið að styrkja sirkusmenningu á Íslandi og kynna Íslendinga fyrir fjölbreyttum möguleikum sirkuslistarinnar. Hringleikur heldur jafnframt sirkusnámskeið á Hólmavík í tengslum við Náttúrubarnahátíð í Ströndum.

Í leikhópnum eru þau Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran og Thomas Burke. Þau eru einnig höfundar verksins ásamt Nick Candy, en leikstjóri er Agnes Wild.

Miðaverð er 3.500 kr og ókeypis aðgangur er fyrir börn 5 ára og yngri.
Veittur er fjölskylduafsláttur þegar keyptir eru 4 miðar eða fleiri á fullu verði.

Hægt er að kaupa miða hér

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up