Setning Hamingjudaga í dag

Skrifað af:

Ritstjórn

Góð mæting var á setningu Hamingjudaga. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Í dag voru Hamingjudagar formlega settir. Það var Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sem setti hátíðina formlega í Hnyðju og við sama tilefni voru menningarverðlaun Strandabyggðar veitt. Þá var einnig opnuð myndlistarsýning Rutar Bjarnadóttur á sama stað.

Góð stemning var í Hnyðju. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Lóan veitt

Í ár hlaut Lista- og menningarfélagið Arnkatla Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Viðurkenninguna hlýtur félagið fyrir eftirtektarvert menningarframtak í sveitarfélaginu. Lista- og menningarfélagið Arnkatla var stofnað í október árið 2019 af áhugafólki um listir og menningu á Ströndum og í Reykhólasveit.

Matthías Lýðson f.h. Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar og Esther Ösp tómstundafulltrúi veittu menningarverðlaun 2021. Til vinstri er Dagrún Ósk Jónsdóttir. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir hefur félagið staðið fyrir fjölbreyttri starfsemi sem hefur gefið lífinu lit, dýpt og gleði. Félagið stendur m.a. fyrir ljósmyndaklúbbnum Augnablikið sem heimafólk tekur virkan þátt í. Arnkatla hefur nú þegar staðið fyrir uppsetningu á einu útilistaverki og stefnir á enn fleiri við svokallaða skúlptúraslóð. Enn fremur hafði Arnkatla veg og vanda að þremur bæjarhátíðum síðastliðinn vetur; Vetrarsól á Ströndum, Hörmungardögum og Húmorsþingi ásamt því að bjóða upp á atburði reglulega. Framlag Arnkötlu til menningarlífs á svæðinu er dýrmætt og þakkarvert og vonandi komið til að vera. 

Stjórn Arnkötlu. Jón Jónsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir. Á myndina vantar Guðlaugu G. I. Bergsveinsd. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Þá hlaut tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sérstaka viðurkenningu Strandabyggðar vegna framlags til menningarmála 2021. Í rökstuðningi dómnefndar segir: Svavar Knútur hefur um langa hríð verið góðvinur Strandabyggðar. Hann sækir okkur reglulega heim og heldur tónleika, segir sögur og gleður okkur með góðri nærveru. Svavar er einn upphafsmanna Vetrarsólar á Ströndum sem haldin hefur verið í janúra undanfarin ár en er jafnframt tíður gestur á öðrum hátíðum og stendur þar fyrir fjölbreyttum uppákomum. Svavar Knútur heimsækir gjarnan okkar yngstu og elstu íbúa, spilar fyrir þau, fræðir um list sína og hvetur fólk til dáða. Nýlega hlaut Svavar styrk til þess að kanna möguleikann á því að koma upp menningarstarfsemi í tengslum við hrafninn í gamla vatnstankinum við kirkjuna og eru því allar líkur á að hann muni áfram lita menningarlífið í Strandabyggð. 

Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Arnkötlu og Svavar Knútur tónlistarmaður. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Sýningaropnun

Í Hnyðju opnaði í dag myndlistarsýning Rutar Bjarnadóttur listakonu. Rut sýnir verk unnin með mismunandi tækni, s.s. textílverk úr ull og hör, málverk og pastelmyndir. 

Rut Bjarnadóttir við verk sitt Í sauðalitunum. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Rut Bjarnadottir er fædd 1952 í Hólmavik, og starfar og býr í Malmö. Hún vinnur með áferð og yfirborð með mismunandi tækni. Rut útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands, textíldeild 1987. Sýning Rutar verður opin í sumar á opnunartíma Hnyðju. Rut er með heimasíðu þar sem skoða má verk hennar.

Á þessum verkum Rutar má sjá Kópnesið og Selströndina. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Bifhjólasamtök á Hólmavík

Bifhjólasamtökin Toyrun mættu í Hnyðju fyrir hönd Píeta samtakanna. Félagar úr Toyrun komu hjólandi frá Reykjavík til að vera með á Hamingjudögum og vekja athygli á málstað Píeta samtakanna. Toyrun Iceland eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum. Undanfarin ár hefur Toyrun styrkt þarft og gott starf Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Hluti félaga í Toyrun og framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Kristín Ólafsdóttir. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Félagar úr Toyrun komu hjólandi frá Reykjavík á Hamingjudaga. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up