Saumar með kaktusnál

Skrifað af:

Ritstjórn

Jenný Karlsdóttir er alin upp við ríka handverksmenningu. Mynd: munstur.is

Sýning Jennýjar Karlsdóttur Ég nálina þræði opnar í dag í Djúpavík. Þar sýnir hún útsaumsverk sem hún gerir með nálum af kaktusi sem hefur fylgt henni í tæplega 60 ár. Verkin tileinkar Jenný formæðrum sínum á Ströndum.

Á sýningunni er að finna útsaumsverk gerð með nál af kaktusi sem hefur fylgt listakonunni í tæplega 60 ár. Jenný Karlsdóttir (f. 1939) er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún býr. Hún er alin upp við ríka handverksmenningu og hefur alla tíð sinnt fjölbreyttu handverki meðfram heimilis- og kennslustörfum. Jenný fékk snemma áhuga á munstrum. Hún hefur safnað margvíslegum munstrum og gefið út í heftum undir merkinu Munstur og menning. Tilgangurinn er að miðla munstrunum og gera þau aðgengileg til nýrrar sköpunar.

Tileinkað formæðrum af Ströndum

Jenný er hugleikið að láta hugann reika og skapa með nál eins og sjá má á þessari sýningu þar sem gefur að líta útsaumsverk saumuð með kaktusnál. Verkin tileinkar hún formæðrum sínum á Ströndum þeim Jensínu Óladóttur (1825–1911) langömmu sinni í Ófeigsfirði og Karólínu Guðbrandsdóttur (1858–1947) ömmu sinni sem hóf sinn búskap á Felli í Norðurfirði á árunum 1889–1896 með manni sínum Jens Þorkelssyni (1865–1921), syni Jensínu. Jenný hefur átt verk á nokkrum listsýningum, meðal annars á Kjarvalsstöðum árið 2004 og árið 2017 hlaut hún heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar.

Hefur átt kaktusinn í 60 ár

Kaktusinn sem Jenný notar fékk hún í afmælisgjöf þegar hún varð 25 ára. Síðan eru liðin nærri 60 ár og á kaktusinn sitt heiðurssæti í sólstofu hennar. Á þessum tíma hefur hann vaxið og dafnað og blómstraði tveimur blómum í fyrsta sinn í sumar. Nálarnar eru orðnar svo langar og hvassar að með því að gera á þær auga er hægt að nota þær eins og útsaumsnálar.

Ég nálina þræði um nóttlaust vor
og nýt þess að vera til.
Ég hugsa um kynslóða horfin spor
og hendur er struku þil.

Jenný Karlsdóttir

Sýningin opnar í dag, 17. júlí á Hótel Djúpavík kl 16:00 og mun standa þar til um miðjan september.
Facebook viðburður sýningarinnar.

Jenný notar kaktusnálar til að sauma út. Mynd: FB viðburður
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.