Sauðfjársetrið 20 ára: Afmælishátíð og sýningaropnun

Skrifað af:

Ritstjórn

Hvítabirnir. Mynd: Eiríkur Sigurðsson

Á sunnudaginn næsta, 26. júní, verður haldið upp á 20 ára afmæli Sauðfjárseturs á Ströndum með afmælishátíð og afmæliskaffihlaðborði. Einnig verður opnuð formlega ný sýning sem sett hefur verið upp á listasviðinu í Sævangi og hefur yfirskriftina Hvítabirnir koma í heimsókn. Fleira verður á dagskrá afmælishátíðarinnar sem hefst klukkan tvö.   

Hvítabjarnakomur á Strandir

Á nýju sýningunni á Sauðfjársetrinu er fjallað um hvítabjarnakomur til Vestfjarða og á Strandir sérstaklega, en allmörg dýr hafa rekið á fjörur Vestfirðinga eða gengið á land í gegnum tíðina. Samkvæmt þeim heimildum sem varðveist hafa eru nefnd um 140 dýr. Bjarndýrakomur eru alltaf ævintýralegir viðburðir og þeim fylgja magnaðar sögur. Í þeim munar yfirleitt sáralitlu að illa fari. Þetta á einnig við um ísbjarnakomur á Strandir og eftirminnilegar sögur eru t.d. sagðar um gamalt bjarndýr sem fellt var í Drangavík 1932, svokallaðan rauðkinnung, en slíkar skepnur eru sagðar allra ísbjarna grimmastir og hættulegastir.

Sýningin er samvinnuverkefni viðurkenndra safna á Vestfjörðum, Byggðasafns Vestfjarða, Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti og Sauðfjársetursins. Með þeim í liði er Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa. Á sýningunni eru bæði bjarndýrafeldur og uppstoppaður hvítabjörn, hvort tveggja í eigu Byggðasafns Vestfjarða.

Mikilvæg menningarmiðstöð

Fleira verður um að vera á Sauðfjársetrinu á afmælishátíðinni og afmælisárinu. Frá því safnið var opnað með pompi og prakt fyrir 20 árum hefur það verið mikilvæg menningarmiðstöð í héraðinu, auk þess að vera eitt af viðurkenndum minjasöfnum í landinu. Fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum hefur verið haldinn í gegnum árin og ráðist í fjölbreytt menningar- og fræðiverkefni. Safnið hefur sannað sig sem menningarstofnun sem starfar í þágu samfélagsins á Ströndum, safn sem skiptir verulegu máli fyrir ímynd svæðisins, sjálfsmynd íbúa og stemmninguna í héraðinu.

auglýsingar

Nýjustu fréttir og greinar

Í dag opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. 23 myndlistarmenn sýna verkin sín á Ströndum.
Það styttist óðfluga í Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi.
Sjoppan á Hólmavík á 40 ára byggingarafmæli í ár, það markar einnig endalok hennar þar sem verið er að rífa hana niður þessa dagana.
Strandabyggð auglýsir þrjár lausar stöður í Grunnskólanum á Hólmavík og í Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Í dag opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. 23 myndlistarmenn sýna verkin sín á Ströndum.
Það styttist óðfluga í Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi.
Sjoppan á Hólmavík á 40 ára byggingarafmæli í ár, það markar einnig endalok hennar þar sem verið er að rífa hana niður þessa dagana.
Opinn kynningarfundur um verkefnið Verndarsvæði í byggð á Hólmavík verður haldinn á Kaffi Galdri nk. fimmtudag, 30. júní og hefst kl. 20:00.