Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað styrkjum til samfélagsverkefna á Vestfjörðum 2021. Styrkjunum er ætlað að efla vestfirskt samfélag og dreifast á fjölmörg þjóðþrifaverkefni. Samtals bárust 78 umsóknir og voru veittir 53 styrkir samtals að fjárhæð 5 milljónir. Tólf aðilar á Ströndum og Reykhólum fengu úthlutað styrkjum að upphæð 1,1 milljón samtals. Þetta kemur fram á vefsíðu OV.
Það eru fjölmörg spennandi og þörf verkefni framundan sem munu svo sannnarlega verða til þess að efla svæðin.
Strandir.is óskar styrkhöfum til hamingju.
Styrkir til Stranda og Reykhóla
- Hótel Djúpavík kr. 50 þús. : The Factory Art Exhibition
- Geislinn kr. 50 þús. : Til að efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda
- Náttúrubarnaskólinn á Ströndum kr. 100 þús. : Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021
- Skíðafélag Strandamanna kr. 100 þús. : Bæta aðstöðu til skíðagöngu í Selárdal
- Félagsmiðstöðvarnar á Reykhólum og Hólmavík kr. 50 þús. : Danskennsla tilraunaverkefni
- Arnkatla – lista- og menningarfélag kr. 100 þús. : Byggja upp skúlptúraslóð inn fyrir þorpið á Hólmavík
- Leikfélag Hólmavíkur kr. 100 þús. : Auka fjölbreytni í sumarstörfum í heimabyggð
- Björgunarsveitin Dagrenning kr. 150 þús. : Viðhald á Rósubúð
- Ungmennafélagið Geislinn kr. 100 þús. : Vegna kaupa á Panna velli
- Hótel Djúpavík kr. 50 þús. : Vegna uppfærslu á sögusýningu
- Reykhólahreppur kr. 100 þús. : Klúbbastarf félagsmiðstöðvarinnar
- Björgunarsveitin Björg kr. 150 þús. : Vegna snjósleðakaupa
Önnur verkefni á Vestfjörðum sem hlutu styrk
- Björgunarfélag Ísafjarðar kr. 200 þús. : Kaup á fjarskiptabúnaði
- Vestri-knattspyrnudeild yngri flokkar kr. 100 þús. : Efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda
- Klifurfélag Vestfjarða kr. 100 þús. : Uppbygging innanhússklifuraðstöðu á Ísafirði.
- Marsibil G Kristjánsdóttir kr. 100 þús. : Útilistaverk á Gömlu smiðjuna á Þingeyri.
- Framkvæmdasjóður Skrúðs kt. 500698-2179 kr. 100 þús. : Skrá og meta innanstokksmuni til varðveislu í Hlíð að Núpi í Dýrafirði
- Barna- og unglingaráð kkd. Vestra kr. 100 þús. : Styrkur til búnaðarkaupa
- Elfar Logi Hannesson kr. 50 þús. : Skráning leiklistarsögu Bolungarvíkur
- Golfklubbur Bolungarvikur kr. 50 þús. : Golfkennsla fyrir börn og unglinga
- Tankur menningarfélag kr. 100 þús. : Breyta gömlum olíutanki í tvær hvelfingar
- Íþróttafélagið Ívar kr. 100 þús. : Kaup á bocciasettum
- Knattspyrnufélagið Hörður kr. 100 þús. : Þáttaka 6. fl. drengja á Evrópumóti á Spáni
- Krabbameinsfélagið Sigurvon kr. 100 þús. : Stækkun starfsvæðis
- Blakdeild Vestra kr. 100 þús. : Kaup á boltum og búnaði
- Skúrin samfélagsmiðstöð á Flateyri ehf. kr. 100 þús. : Leiðtogaþjálfun og hugmynda- og vinnusmiðjur fyrir unga Vestfirðinga
- Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 50 þús. : Barna og unglingastarf félagsins
- Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses – Blábankinn kr. 100 þús. : Startup Westfjords
- Viðburðastofa Vestfjarða kr. 50 þús. : Tónleikahald
- Fornminjafélag Súgandafjarðar kr. 100 þús. : Bygging landnámsskála í botni Súgandafjarðar
- Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri kr. 100 þús. : Fjarfundabúnaður
- Sigurður Jóhann Hafberg, Sunna Reynisdóttir Ívar Kristjánsson kr. 100 þús. : Skautasvell á Flateyri
- Björgunarsveitin Ernir kr. 100 þús. : Kaup á nýjum breyttum jeppa og aukabúnaði
- Tónlistarskóli Ísafjarðar kr. 100 þús. : Þátttaka Skólakórs Tónlistarskólans í Barnamenningarhátíð
- Í garðinum hjá Láru kr. 75 þús. : Tónleikahald
- Björgunarsveitin Tindar kr. 100 þús. : Skipta um þak á húsnæði sveitarinnar
- Simbahöllin ehf kr. 100 þús. : Dönsk helgi á Þingeyri
- Golfklúbburinn Gláma kr. 50 þús. : Uppbygging aðstöðu á golfvellinum í Meðaldal
- Edda Björk Magnúsdóttir kr. 50 þús. : Upplýsingaskilti um bæina í Hjarðardal í Dýrafirði
- Act alone kr. 150 þús. : Leiklistarhátíð
- Íþróttafélag Bílddælinga kr. 100 þús. : Námskeiðshald fyrir alla aldurshópa á Bíldudal
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir kr. 50 þús. : Tónlistarsamstarf milli Vestfjarða og Austfjarða
- Héraðssambandið Hrafna-Flóki kr. 100 þús. : Efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda starfssvæðum HSV-HSS-HHF
- Skíðafélag Vestfjarða kr. 100 þús. : Rekstrarstyrkur
- Ungmennafélag Tálknafjarðar kr. 100 þús. : Kaup á Panna velli
- Björgunarsveitin Tálkni kr. 100 þús. : Ljósabúnaður á björgunarsveitarbíl
- Íþróttafélagið Hörður kr. 100 þús. : Kaup á Panna velli
- Rafstöðin, félagasamtök kr. 150 þús. : Hönnun og uppsetning sögusýningar
- Björgunarsveitin Blakkur kr. 150 þús. : Til endurnýjunar á bíl
- Björgunarsveitin Kópur Bíldudal kr. 100 þús. : Styrkur til búnaðarkaupa
- FLAK ehf. kr. 75 þús. : Menningardagskrá FLAK árið 2021
- Vildarvinir Grunnskóla Vesturbyggðar kr. 100 þús. : Þrívíddar fræsari fyrir snillismiðjur í Patreksskóla
- Tálknafjarðarskóli kr. 50 þús. : Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð