Samfélagsverkefni á Ströndum fá styrki OV

Skrifað af:

Ritstjórn

The Factory -listasýning 2022. Verk eftir Christine Nguyen. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað samfélagsstyrkjum 2022. Umsóknarfrestur var í lok febrúar og því nokkur verkefni komin af stað eða þeim lokið nú þegar. Fjölmörg verkefni á Ströndum fengu styrk úr sjóðnum og verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirra sem ekki eru hafin.

Orkubúið sagðist vilja með styrkjunum „sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.“ Leitast var við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði og þurftu verkefnin einungis að uppfylla þau skilyrði að þau væru til eflingar vestfirsku samfélagi, en að öðru leyti var umsækjendum gefnar nokkuð frjálsar hendur.

Styrkir til Stranda

Á Ströndum fengust m.a. styrkir til kaupa á frisbígolfkörfum á Hólmavík en það var áhugahópur um frisbígolf á Hólmavík sem sótti um það. Félagsmiðstöðin Ozon fékk styrk fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðið „Öflugir strákar“ og björgunarsveitin Björg á Drangsnesi fékk styrk fyrir lagfæringar á húsnæði sínu. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps fékk styrk fyrir verkefnið „Skert starfsgeta – atvinnusköpun“.

Golfklúbbur Hólmavíkur fékk styrk upp í golfherminn sem er kominn upp í Flugstöðinni. Hótel Djúpavík fékk styrk fyrir listasýninguna sína The Factory. Sauðfjársetur á Ströndum fékk styrk fyrir afmælisdagskrá safnsins sem var nú í sumar, en sýningin fagnar 20 ára afmæli í ár. Sýslið verkstöð á Hólmavík fékk styrk til að merkja gönguleiðir við Hólmavík og Verzlunarfjelag Árneshrepps fékk styrk fyrir kaffihorn sem þau hafa unnið við að setja upp í búðinni.

Þá fékk Jóna Ingibjörg, fyrir hönd Strandapóstsins og Átthagafélag Strandamanna, styrk til að færa eldra efni yfir á stafrænt form.

Golfhermir Golfklúbbs Hólmavíkur. Mynd: Silja Ástudóttir

Alls bárust 67 umsóknir og hlutu 59 þeirra styrk á bilinu 50-150 þúsund krónur hver. Heildarfjárhæð styrkjanna nemur kr. 5.150.000. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga og tengjast menningu og listum, útivist og íþróttastarfi, björgunarstarfi, útgáfustarfsemi og námskeiðahaldi af ýmsu tagi til eflingar vestfirsku samfélagi.

Hér má sjá öll þau verkefni sem fengu styrk úr úthlutuninni:

Act aloneListahátíð á Suðureyri150.000
Afkomendur Guðmundar ThoroddsenValse Triste – sýningarverkefni75.000
ArtsIceland og Gallerí ÚthverfaVísindi listanna50.000
Áhugahópur um frisbígolf á HólmavíkKaup á frisbígolfkörfum á Hólmavík100.000
Barna- og unglingaráð kkd. VestraÆfingabúnaður100.000
Birkir Þór GuðmundssonNámskeið í fornu handverki100.000
Björgunarbátasjóður BarðastrandasýsluKaup á flotgöllum100.000
Björgunarfélag ÍsafjarðarEndurnýjun á hjartastuðtæki100.000
Björgunarsveitin BjörgStyrkur vegna lagfæringa á húsnæði100.000
Björgunarsveitin BlakkurRafhlöðusett í dróna100.000
Björgunarsveitin Ernir Bolungarvík Endurnýjun á bifreið75.000
Björgunarsveitin HeimamennUppgerð á snjóbíl100.000
Björgunarsveitin KópurKlifurveggur100.000
Björgunarsveitin Sæbjörg FlateyriBæjarhátíð á Flateyri100.000
Björgunarsveitin Tindar Styrkur vegna snjósleðakaupa100.000
Catherine ChambersRannsóknir á Vestfjörðum – sýning/námskeið50.000
Cycling WestfjordsKort fyrir hjólreiðafólk50.000
Dagny Alda Steinsd. Félagsheimilið Dunhaga á TálknafirðiMenningarhátíð á Tálknafirði100.000
F. Chopin Tónlistarfélagið á ÍslandiFriðartónleikar75.000
Félagsmiðstöðin Ozon, ungmennastarf í Strandabyggð. Sjálfstyrkingarnámskeið – „Öflugir strákar“100.000
Félagsþjónusta Stranda og ReykhólahreppsSkert starfsgeta – atvinnusköpun75.000
Foreldrafélag Bíldudalsskóla og TjarnarbrekkuViðburðastyrkur 50.000
Fornminjafélag SúgandafjarðarBygging víkingaaldarskála í Súgandafirði100.000
Fornminjafélag Súgandafjarðar Söguskilti100.000
Framkvæmdasjóður SkrúðsHlíð á Núpi – verndun húss og muna100.000
Geir GestssonLjósaskilti í Múlann100.000
Golfklúbbur BolungarvíkurUppbygging unglingastarfs í golfi75.000
Golfklúbbur BíldudalsEndurbætur á húsnæði 75.000
Golfklúbbur HólmavíkurGolfhermir100.000
Golfklúbbur ÍsafjarðarByrjendavöllur  –  lagfæringar75.000
Golfklúbbur PatreksfjarðarGolfnámskeið fyrir unglinga75.000
Hjálparsveitin LómfellStyrkur vegna lagfæringa á húsnæði100.000
Hjólreiðadeild Vestra Undirbúningur fyrir lýsingu hjólagarðs100.000
Hótel DjúpavíkThe Factory – listasýning75.000
Íþróttafélag BílddælingaÍþróttanámskeið100.000
Íþróttafélagið Hörður, PatreksfirðiFótboltanámskeið100.000
KómedíuleikhúsiðNansen á Þingeyri75.000
Krabbameinsfélagið SigurvonStuðningur við krabbameinssjúka75.000
Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar BolungarvíkEndurbætur á húsnæði 100.000
Leikfélag FlateyrarLeiksýning100.000
Listakisi List í Alviðru 202250.000
Litli leikklúbburinnLeiksýning100.000
Minjasafn Egils ÓlafssonarVarðveisla báta100.000
Sauðfjársetur á StröndumAfmælisdagskrá Sauðfjárseturs á Ströndum100.000
Simbahöllin ehfUnglinganámskeið – útivist50.000
Skíðafélag ÍsfirðingaTækjabúnaður – talstöðvar100.000
Skíðafélag VestfjarðaStyrkur vegna snjótroðara100.000
Strandapósturinn Jóna Ingibjörg Átthagafélag Strandamanna Eldra efni sett á stafrænt form75.000
Sunddeild UMFBStartbúnaður fyrir baksund150.000
Sýslið verkstöðMerking gönguleiða við Hólmavík100.000
Sæfari; félag áhugamanna um sjósport við ÍsafjarðardjúpSiglinganámskeið fyrir ungmenni75.000
Tankur MenningarfélagiðÚtilistaverk75.000
The Pigeon International Film FestivalKvikmyndahátíð50.000
Verzlunarfjelag ÁrneshreppsKaffihorn og stemning75.000
Við DjúpiðTónlistarhátíð75.000
Vildarvinir Grunnskóla VesturbyggðarUpplýsingatækni í Patreksskóla50.000
Villikettir VestfjörðumDýravernd – villikettir50.000
Víkingar á VestfjörðumMenningarhátíð á Þingeyri150.000
Þjóðbúningafélag VestfjarðaKennsla í þjóðbúningasaum50.000

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.