Sálgæsla og undirbúningur fyrir jólamessuhald á Ströndum

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavíkurkirkja. Mynd: Silja Ástudóttir

Til áramóta munu þrír prestar sjá um afleysingar í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli. Það eru þær sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli og sr. Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli sem sjá um þjónustu á Ströndum en sr. Snævar Jón Andrjesson sóknarprestur í Dalaprestakalli mun sjá um Reykhóla og nærsveitir.

Í tilkynningu frá Hildi Björk segir að hún og Anna munu sjá um helgihald, sálgæslu og athafnir á Ströndum til 1. janúar næstkomandi:

„Vegna sóttvarnarreglna munum við á næstu dögum setja upp dagskrá jólahelgihaldsins og vonumst við til að geta staðið við jólamessuhald eins og það hefur verið undanfarin ár. Við munum auglýsa dagskránna eins fljótt og auðið er og hlökkum til að eiga samfélag með ykkur. 

Einnig minnum við á að það er hægt að ná í okkur í síma og tölvupósti þegar þið þurfið á að halda eða til að fá tíma í sálgæslu utan ákveðins viðverutíma. Sálgæsla er að mæta manneskjunni þar sem hún er stödd hverju sinni, hjálpa henni að ræða og spegla aðstæður sínar og tilfinningar, sorg og áföll. Sálgæsla virðir trúnað við fólk, engar aðstæður eru svo erfiðar eða hræðilegar eða of litlar og smávægilegar að þær eigi ekki erindi í sálgæslu ef manneskjan finnur til vanlíðunar vegna þeirra. Í sálgæslunni notum við mildan og kærleiksríkan kristinn mannskilning og einnig skilning okkar á fræðum nútímans, fjölskyldu-, meðferðar- og áfallafræðum. Sálgæslan virðir ólíkar lífsskoðanir fólks svo slíkt hindrar ekki komu fólks til presta í sálgæslu.“

Ljúfar aðventukveðjur til ykkar allra. 

Með vinsemd og virðingu,

sr. Hildur Björk Hörpudóttir
sími: 699-5779
hildur.horpudottir@kirkja.is

sr. Anna Eiríksdóttir
sími: 897-4724
anna.eiriksdottir@kirkjan.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.