Risa myndlistarveisla í undirbúningi

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá Umhverfing 3 á Snæfellsnesi. Verk Rakelar Steinarsdóttur, Eftirgjöf. Mynd: Rakel Steinarsdóttir

Undirbúningur er hafinn á sýningu sem nefnist Nr. 4 Umhverfing sem verður haldin í Strandabyggð, á Vestfjörðum og í Dalabyggð sumarið 2022. Yfir 100 myndlistarmenn munu sýna fjölbreytt verk víðsvegar á svæðinu. 

Listasýningin „Nr. 4 Umhverfing“ verður sett upp á Vestfjörðum, Ströndum og í Dalabyggð sumarið 2022. Um er að ræða fjórðu sýninguna í sýningaröð staðbundinna listasýninga um land allt. Sumarið 2019 var sýningin „Nr. 3 Umhverfing“ sett upp víðsvegar um Snæfellsnes þar sem 72 listamenn sýndu verk sín en nú stefnir í þátttöku yfir 100 listamanna á þessari sýningu. Þá hafa einnig verið haldnar Nr. 1 og 2 Umhverfings sýningar á Sauðárkróki og á Egilsstöðum. 

Akademía skynjunarinnar stendur að sýningarröðinni

Það eru þrjár myndlistarkonur sem vinna undir heitinu Akademía skynjunarinnar sem standa að þessum sýningum en þær eru: Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Þær hafa í gegnum árin staðið að ýmsum listasýningum auk þess að gefa út bækur og reka gallerí í Reykjavík ásamt öðrum kollegum. Á þessari fjórðu sýningu á Vestfjörðum, Ströndum og í Dalabyggð eru þær í samvinnu með Jón Sigurpálssyni, myndlistarmanni á Ísafirði. 

Setja upp verk í sinni heimabyggð

Markmið verkefnisins er að setja upp verk myndlistarfólks í þeirra heimabyggð, hvort sem það er búsett þar eða á ættir að rekja til svæðisins. Sýningarnar verða settar upp um alla Vestfirði, Strandir og Dali í húsnæði sem ekki endilega er hefð fyrir að sýna myndlist í. Búið er að gera plön um hvar helstu sýningarstöðvarnar verða en svo getur alltaf verið að fólk hafi í huga ákveðna staði sem það vill sýna á, staðir sem það tengist sérstaklega mikið og persónulega. Út um allt land er margt hæfileikaríkt myndlistarfólk að störfum og forvitnilegt að varpa ljósi á það. Eins er áhugavert að finna myndlistarfólk sem á rætur að rekja til staða og landshluta en hefur búið annars staðar og ættfólk þeirra farið þaðan fyrir mörgum árum, en geta nú tengst stöðunum upp á nýtt með og í myndlist sinni. 

Umhverfing – Orðið umhverfing hefur marglaga merkingu, að snúast, fara í hringi, breytast, umhverfast. Orðið vísar í umhverfið, náttúruna. Umhverfið hefur áhrif á okkur, úr hvaða umhverfi komum við – hvar liggja rætur okkar? 

Akademía skynjunarinnar

Áætlað er að sýningin Nr. 4 Umhverfing opni í júní 2022 og að hún verði opin fram í september sama ár. Sýningin  verður dreifð víðsvegar um Vestfirði, Strandir og Dalabyggð. Auglýst var í vor eftir myndlistarfólki til að taka þátt og sótti margt um þátttöku. 21 myndlistarmenn sem tengjast Ströndum með ýmsum hætti munu sýna víðsvegar á svæðinu. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Uppbyggingarsjóðum Vestfjarða og Vesturlands. 

Aðstandendur sýningarinnar komu í vettvangsferð á Strandirnar í síðasta mánuði og skoðuðu mögulega sýningarstaði og hittu fólk sem tengjast verkefninu. Ásta Þórisdóttir, listakona í Strandabyggð er meðal sýnenda og hefur einnig liðsinnt við undirbúning.

Fv. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ásta Þórisdóttir og Ragnhildur Stefánsdóttir. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.