Reykhólar skora á Strandafólk í BarSvari

Skrifað af:

Ritstjórn

Kristín Sólveig, Jóhanna Ösp og Eva Dögg, vinningslið Barsvarsins á Hamingjudögum 2021. Mynd: Aðsend

Bæjarhátíð Reykhóla, Reykhóladagar verða haldnir nk. 23.-25. júlí. Dagskráin verður kynnt bráðlega en á meðal dagskrárliða er BarSvar (e. Pub quiz) og hefur Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps skorað á Strandafólk að mæta og reyna að vinna keppnina.

Forsagan er sú að á síðastliðnum Hamingjudögum á Hólmavík voru það vaskar Reykhólakonur, þær Kristín Sólveig, Jóhanna Ösp og Eva Dögg, sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina og tóku titilinn yfir í annað sveitarfélag. Nú sé tækifærið fyrir Strandafólk að ná titlinum aftur.

Nú er spurning hvort Strandafólk taki áskoruninni eða leyfi Reykhólum að halda titlinum!

Hér er færslan í heild eins og hún birtist á Facebook.

„Dagskrá Reykhóladaga er alveg að smella en hún er ekki af verri endanum þetta árið! Hér er smá stríðnispúki (e. teaser).
Pöbb quiz verður að sjálfsögðu á sínum stað á Reykhóladögum nema þetta árið munum við kalla það BarSvar til heiðurs (eða höfuðs) Strandamönnum sem töpuðu BarSvari Hamingjudaga á svo eftirminnilegan hátt en þar urðu þeir að lúta í minnihlutann fyrir Reykhóladömum. Skipuleggjanda var bent á að virkja hrepparíginn og því er hér skorað á Strandamenn sérstaklega að reyna að ná titlinum aftur. Þema BarSvarsins er að þessu sinni kímni og grín. Heimamenn munu að sjálfsögðu ekki falla átakalaust og eru því beðnir um að vera hressir og fyndnir næstu vikuna því hver veit nema það verði auka stig fyrir svoleiðis skemmtilegheit! Umsjónarmenn eru Jóga Húmor og Ingimar Skemmtari! Kl. 21:00 23. Júlí á Báta og Hlunnindasýningunni!“

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up