Reykhólabúðin opnar á morgun

Skrifað af:

Ritstjórn

Reykhólabúðin
Helga Guðmundsdóttir og Arnþór Sigurðsson. Mynd: Reykholabudin FB

Á morgun, miðvikudag opnar Reykhólabúðin, ný verslun í Reykhólahreppi. Það hefur ekki verið verslun á Reykhólum í meira en hálft ár eftir að Hólabúð, einu versluninni á staðnum var lokað í september 2020 eftir að rekstarforsendur höfðu brostið.

Styrkur til verslunar í strjálbýli

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaráætlunar upp á 5,8 milljónir til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. 12 milljónum króna var úthlutað til verslana í strjálbýli og hlaut búðin á Reykhólum hæsta styrkinn. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.“ kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sl. janúar.

Þegar Hólabúð á Reykhólum lokaði þurftu hreppsbúar að keyra annað hvort í Búðardal eða til Hólmavíkur til að kaupa í matinn en um klukkustunda akstur er á báða staði. Það verður því kærkomið fyrir íbúa að fá aftur verslun á staðinn.

Kaffið ávallt frítt á könnunni

Það eru hjónin Helga Guðmundsdóttir og Arnþór Sigurðsson sem hafa tekið við rekstri búðarinnar en Arnþór á ættir að rekja til Reykhóla. Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur að þeirra sögn og einnig tekið lengri tíma en áætlað var, upprunalega ætluðu þau að reyna opna verslunina í byrjun apríl. Nú er þó undirbúningi lokið og komið að opnun.

Opið verður frá klukkan 16 til 20 á opnunardaginn á morgun, „við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin, að skoða búðina og heimsækja nýja kaffirýmið sem er öllum opið, við munum bjóða upp á kaffi og smá veitingar á opnunardaginn, og kaffið verður ávallt frítt á könnunni í Reykhólabúðinni.“ segja þau á nýju Facebook síðu sinni Reykholabudin Reykholahreppi.

Opnunartímar Reykhólabúðarinnar eftir opnunardag eru 11-18 alla virka daga og 10-14 á laugardögum. Lokað verður á sunnudögum.

„Við hlökkum til að sjá ykkur í Reyhólabúðinni, við gerum þetta saman og höfum gaman!“ segja þau að lokum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up