Pestir og plágur á kvöldvöku

Skrifað af:

Ritstjórn

„Tækni, hefðir og verklag á kveðjustundu“ er viðfangsefni fyrirlesturs Áka Guðna. Mynd: Aðsend.

Stórmögnuð þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 11. september næstkomandi.

Þjóðtrúarkvöldvökur í september hafa verið árlegur viðburður í samvinnu Sauðfjárseturs á Ströndum og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu síðustu árin. Kvöldvakan féll þó niður í fyrra, en nú verður viðburður haldinn í raunheimum, innan þeirra sóttvarnareglna sem gilda þegar að honum kemur.

Kvöldvakan hefst kl. 20:30 og eru öll hjartanlega velkomin. Þemað er Pestir og plágur, og verða flutt fróðleg erindi um þjóðtrú og sögur, siði og venjur, fyrr og nú.

Auk þess verður kynngimagnað kvöldkaffi á boðstólum fyrir þau sem kjósa og skemmtiatriði.

Fyrirlesarar kvöldsins:

  • Eiríkur Valdimarsson: Gleymt en þó geymt: Lækningaaðferðir alþýðu fyrri alda
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir: Flökkusagnir og faraldrar
  • Áki Guðni Karlsson: Dauðinn og Covid: Tækni, hefðir og verklag á kveðjustundu
„Dauðinn og covid“ er meðal umfjöllunar á fyrirlestrum þjóðtrúarvökunnar. Mynd: Aðsend.

Hér má skoða Facebook viðburð þjóðtrúarvökunnar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.