Óvíst hvað gert verður við hvalina

Skrifað af:

Ritstjórn

Grindhvalir í Melavík. Mynd: Bill Schwab

Óvíst er hvað gert verður við grindhvalina 50 sem strönduðu og drápust í fjörunni í Melavík í Árneshreppi á laugardaginn síðasta. Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar munu fara í Árneshrepp á morgun til að rannsaka hvalina og einnig er verið að ræða mögulega nýtingu eða förgun á hræjunum í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Árneshrepp. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Umhverfisstofnun í dag.

Margir aðilar koma að ákvarðanatöku

Samkvæmt verklagsreglum um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land sem finna má á vef UST (Umhverfisstofnunar) eru nokkrir aðilar sem koma að ákvarðanatökum um hvalreka. Þetta eru auk Umhverfisstofnunar, Lögreglan, Hafrannsóknarstofnunin, Náttúrufræðistofnun, Embætti yfirdýralæknis og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.

Í verklagsreglunum segir að í tilviki sem þessu þar sem um dauð dýr séu að ræða muni Umhverfisstofnun taka ákvörðun um hvernig staðið sé að förgun eftir að ákvörðunum er lokið vegna rannsókna og hvort hræin verði látin vera eða fargað í samræmi við leiðbeiningar fá UST. Varðandi nýtingu á kjöti til manneldis eða dýrafóðurs setur Embætti yfirdýralæknis skilyrði um það samkvæmt gildandi lögum og reglum.

Verða líklega urðaðir eða nýttir í refafóður

Ætla má að hvalhræjunum verði fargað með einhverjum hætti þar sem fjaran sem þau eru í er einungis um 300 metra frá íbúðarhúsunum á Melum. Ef hvalhræ eru utan alfaraleiðar eru þau oft látin liggja og náttúran látin sjá um náttúrulegt niðurbrot en það er varla í boði í þessu tilviki.

Fjaran í Melavík. Mynd: Bjarnheiður J Fossdal

Á árum áður var það happafengur að fá hvalreka en landeigandi viðkomandi fjöru var eigandi rekans og gat oft verið mikil búbjörg fyrir heilu sveitarfélögin. En það sama er ekki upp á teningnum í dag og fáir sem nýta sér rekinn hval. Bændurnir á Melum þau Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason hafa haft veður af áhuga aðila frá fóðurstöð fyrir sunnan að nýta hvalina í refafóður en engar ákvarðanir hafa verið teknar um það.

Vonast til að yfirvöld komi að málinu

Þau Björn og Bjarnheiður vonast eftir því að yfirvöld komi með einhverjum hætti að þessu máli enda ekkert happ í því að eiga fjöru fulla af dauðum dýrum en það útheimtir heilmikinn kostnað og umstang ef þarf að grafa mörg hvalhræ og jafnvel flytja þau langar leiðir í urðun ef svo ber undir. Þau segja að það sé þó hægt að komast að fjörunni með kranabíl til að ná hræjunum upp á vörubíl ef þau verða flutt burtu.

Dauður grindhvalur í Melavík. Mynd: Bjarnheiður J Fossdal

Uppfært 07.10.21: Varðskipið Þór mun fjarlægja hræin.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.