Óskað eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar

Skrifað af:

Ritstjórn

Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafhendingu Lóunnar 2020. Mynd: Esther Ösp.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2021. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis nk. mánudag, 14. júní.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í tólfta skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum. Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Verðlaunagripurinn, Lóan, er tálguð af Hafþóri Ragnari Þórhallssyni. Hafþór kenndi lengi vel myndmennt og smíðar við Grunnskólann á Hólmavík. Hann tálgaði og málaði fugla þess á milli í Ráðaleysi, gömlu húsi við Hafnarbraut sem hann endurbyggði að hluta og var þar með smíðastofu og handverksbúð um tíma.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga. Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til hádegis 14. júní.

Sú hefð hefur skapast að verðlaunaafhending fari fram við setningu Hamingjudaga, hún fer fram í Hnyðju föstudaginn 25. júní kl 17:00.

Fyrri verðlaunahafar

Árið 2020 hlaut Jón Jónsson menningarverðlaunin fyrir ötult starf á sviði menningarmála í Strandabyggð en Kristín Einarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun fyrir umfjöllun sína um mannlíf á Ströndum í Mannlega þættinum á Rás 1.

Fyrri verðlaunahafar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Náttúrubarnaskólinn, Sigríður Óladóttir kórstjórnandi, Leikfélag Hólmavíkur (tvisvar sinnum), Sauðfjársetrið (tvisvar sinnum), Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum, Einar Hákonarson listamaður og Steinshús við Djúp ásamt því að allnokkrir hafa hlotið hvatningarverðlaun. Ása Ketilsdóttir kvæða- og rímna skáld hlaut heiðursverðlaun árið 2018.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up