Örvunarskammtar vegna COVID-19

Skrifað af:

Ritstjórn

Heilsugæslan á Hólmavík. Mynd: Silja Ástudóttir

Byrjað er að bjóða upp á örvunarskammta vegna COVID-19 og bólusett er með Pfizer bóluefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Boðið verður upp á örvunarbólusetningu fyrir fólk frá 16 ára aldri, að því gefnu að 6 mánuðir séu liðnir frá seinni skammti af grunnbólusetningu og 2 vikur liðnar frá Inflúensubólusetningu, hafi fólk fengið hana.
Dagsetningar fyrri bólusetninga má finna á Heilsuveru. Á þetta við um allar Strandir og bólusett er á heilsugæslunni á Hólmavík og það er grímuskylda á bólusetningarstað. Gert er ráð fyrir að bólusett verði flesta fimmtudaga á næstu vikum.

  • Þau sem eru óbólusett eða hálfbólusett 12 ára og eldri eru velkomin.

Athugið að það þarf að skrá sig í bólusetninguna í síma 432-1400 eða með því að senda skilaboð á heilsuvera.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.