Opið fyrir umsóknir í Áfram Árneshreppur!

Skrifað af:

Ritstjórn

Árneshreppur. Mynd: Haukur Sigurðsson

Kallað er eftir umsóknum í sjóð verkefnisins Áfram Árneshreppur!

Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styrkja samfélagið í Árneshreppi. Öllum er heimilt að sækja um.

„Sérstaklega væri áhugavert að fá umsóknir vegna verkefna sem tengjast bættum innviðum svo sem þrífösun rafmagns, ljósleiðaravæðingu og bættri vetrarþjónustu Vegagerðar.“ segir á síðu Vestfjarðastofu.

Heildarupphæð til úthlutunar er um 7 milljónir króna. Þetta er síðasta styrkúthlutunin sem verður í boði í þessu verkefni.

Smellið hér til að opna umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 17. febrúar.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita ráðgjafar hjá verkefnisstjóra, Skúla Gautasyni, við gerð umsókna. Vönduð umsókn er líklegri til árangurs.

Þessi úthlutun er á vegum verkefnisins Áfram Árneshreppur! sem er hluti af Brothættum byggðum og er samstarfsverkefni Árneshrepps, íbúa byggðarlagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.