Ólafsdalur: Hátíðinni aflýst en áfram opið

Skrifað af:

Ritstjórn

Gestir í Ólafsdal að njóta sín. Mynd: Aðsend

Ólafsdalshátíð í ár hefur verið aflýst vegna fjöldatakmakana en hún átti að vera næsta laugardag. Þó verður opið áfram í Ólafsdal þessa vikuna þar sem er nóg að sjá og gera.

Ólafsdalshátíðin í ár átti að vera næstu helgi og hefði það verið í þrettánda skipti sem hún væri haldin. Henni hefur þó verið aflýst vegna fjöldatakmarkana sem eru í gildi sökum kórónuveirunnar. Stjórnendur virðast taka því með jafnaðargeði og vonast bara til að betur gangi næst.

Áfram verður þó opið í Ólafsdal alla daga kl. 12-17 fram til 15. ágúst. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, segir að þau vilji endilega fá Strandafólk í heimsókn næstu daga. Nóg er um að vera í Ólafsdal og tilvalið að bruna yfir Þröskuldana í dagsferð í dalinn. Þar eru sýningar og leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur og Erpsstaðaís ásamt fallegum gönguleiðum og fornminjum.

Séð vestur yfir Ólafsdal úr Skálinni og yfir Breiðafjörð. Mynd: Aðsend

„Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum. Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017.“ segir í tilkynningu félagsins.

„Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.“

Fornleifafræðingar í Ólafsdal. Mynd: Aðsend

Þá segja þau að góð aðsókn hafi verið að Ólafsdal frá opnun í sumar og að veðrið undanfarna daga hafi verið frábært og veðurspáin framundan sé einnig góð. Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir. Þó ekkert verði af formlegri hátíð í Ólafsdal í ár er full ástæða til að kíkja þangað og fagna hversdagsleikanum í sól og náttúrufegurð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.