Nýtt Ungmennaráð í Strandabyggð

Skrifað af:

Ritstjórn

Ungmennaráð Strandabyggðar. Jóhanna Rannveig, Marinó, Þorsteinn og Unnur og Júlíana. Mynd: Aðsend

Ungmennaþing var haldið í Strandabyggð 2. nóvember sl. þar sem nýtt Ungmennaráð var kosið. Ráðið heyrir undir Tómstundasvið Strandabyggðar og er því m.a. ætlað að vera rödd ungmenna í sveitarfélaginu ásamt því að vera tengiliður þeirra og ráðgefandi við yfirvöld.

Í ráðinu er beint lýðræði og eiga þau áheyrnarfulltrúa í fjórum nefndum sveitarfélagsins. Eftirfarandi skipa Ungmennaráð 2021-2022:

Unnur Erna Viðarsdóttir, formaður
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir
Júlíana Steinunn Sverrisdóttir
Þorsteinn Óli Viðarsson
Marinó Helgi Sigurðsson

Varamenn voru kosnir Valdimar Kolka Eiríksson og Guðrún Ásla Atladóttir en enn á eftir að finna 3 varamenn í ungmennaráðið.

Unnur Erna var kosin formaður en aðrir nefndarmenn skiptu með sér verkum en þau eru áheyrnarfulltrúar í flestum fastanefndum sveitarfélagsins og skiptast þeir á eftirfarandi nefndir:

Marinó Helgi er áheyrnarfulltrúi hjá Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd.

Jóhanna Rannveig er áheyrnarfulltrúi hjá Fræðslunefnd.

Júlíana Steinunn er áheyrnarfulltrúi hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd.

Þorsteinn Óli er áheyrnarfulltrúi hjá Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd.

Á ungmennaþinginu var haldin kynning um störf Ungmennaráðsins og hvað þau hafa verið að vinna að síðastliðið ár. Þá var boðið upp á veitingar og farið í hópeflisleiki.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.