Nýtt sjósportfélag í Steingrímsfirði

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá stofnfundi sjósportfélagsins. Mynd: Ásta Þ.

Nýtt sjósportfélag í Steingrímsfirði var stofnað á Kaffi Galdri 24. mars sl.

Tilgangur félagsins er að efla iðkun sjó- og vatnaíþrótta og útivistar við Steingrímsfjörð. Félagið ætlar að byggja upp aðstöðu og þekkingu fyrir íþróttir og útivist á og við sjó á Steingrímsfirði, í samstarfi við sveitarfélög og björgunarsveitir. Þá ætlar félagið að standa fyrir námskeiðshaldi, kynningum hverskonar og lánum á búnaði eins og segir í stofnskrá félagsins. Stofnun sjósportsfélags var eitt af starfsmarkmiðum í Framtíðarsýn og markmiðum Sterkra Stranda sem er verkefni Brothættra byggða í Strandabyggð. Hugmyndin er upphaflega komin frá nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík sem vilja bæta samfélagið og auka framboð á afþreyingu og útivist í heimabyggð sinni.  

Á stofnfundinum skráðu fimmtán manns sig í félagið og var kosin ný stjórn félagsins.

Í stjórn sitja Áki Guðni Karlsson, Unnur Erna Viðarsdóttir, Bergsveinn Reynisson, Röfn Friðriksdóttir og Bjarni Þórisson. Ný stjórn kemur saman fljótlega og skiptir með sér verkum og skipuleggur næstu skref. 

Enn er verið að velja nafn á félagið en meðal hugmynda eru Selkolla, Steingrímur, Marfló, Marbendill, Tindabikkja, Rán, Hólmi og Sjávardrífa. 

Hafi fólk áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um inngöngu í Facebook hóp félagsins: Sjóíþróttafélag í Steingrímsfirði 

Mikill áhugi var fyrir stofnun félagsins. Mynd: Ásta Þ.
Fjölmenni á Kaffi Galdri við stofnun sjósportfélags í Steingrímsfirði. Mynd: Ásta Þ.
Áki Guðni Karlsson einn af stofnendum félagsins. Mynd: Ásta Þ.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

„Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi.“
„Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum þarf að huga að fjölbreytni.“
Strandabyggð hlaut veglegan styrk úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands.
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Hér er rætt við fósturteljara.
Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggð þann 13. apríl sl. voru samþykktar nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna.
Í síðustu viku varð sú nýbreytni í skólastarfi í Grunnskóla Drangsness að boðið er upp á hádegismat fyrir bæði nemendur og starfsfólk í fyrsta sinn.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up