Nýtt fiskveiðiár fer hægt af stað

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Lína lögð norður á Drangaskörðum. Mynd: Pétur Matthíasson

Að sögn Finns Ólafssonar, fiskmarkaðsstjóra á Ströndum, hefur veiði verið dræm það sem af er nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september. „Það hefur verið hrikalega erfitt tíðarfar upp á sjósókn. Einungis um 50 tonnum hefur verið landað á Hólmavíkurhöfn í september sem verður að teljast óvenjulegt miðað við árstíma.“ Það hafi verið fáir dagar sem gefið hafi á sjóinn, hvassviðri sem hafi hamlað sjósókn hafi sett stórt strik í aflareikninginn. „Á sama tíma í fyrra var búið að landa 114 tonnum, þannig að við náum aðeins tæpum helmingi af því.“

Sama í öðrum höfnum

Það sama er uppi á teningnum í öðrum höfnum á Ströndum eins og gefur að skilja. Bátar sem hafa heimahöfn í Norðurfirði hafa veitt tæp 5 tonn en í fyrra voru þau 15 á sama tíma. Á Drangsnesi hefur verið landað 45 tonnum miðað við 100 tonn í fyrra. Október fer einnig hægt af stað, þó allt stefni í að mánuðurinn verði skárri en september. Heildarafli er nú 35 tonn.

Bjartsýnn á fiskiárið

Aðspurður um breytingar sem hafi átt sér stað í útgerð á svæðinu segir Finnur þar skiptast á skin og skúrir. „Útgerðarfélagið Lovísa seldi kvótann sinn og því fækkar því sem nemur einum báti í hópi þeirra sem gera út allt árið. Svo er skemmtilegt að segja frá því að krabbabáturinn heldur áfram tilraunaveiðum og hefur landað afla til eigin vöruþróunar.“ Hann segist vera bjartsýnn á þetta fiskveiðiár þrátt fyrir dræm aflabrögð það sem af er nýju fiskveiðiári. „Þetta tekur við sér, það kemur vonandi góður kippur í þetta núna.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.