Nýtt fiskveiðiár fer hægt af stað

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Lína lögð norður á Drangaskörðum. Mynd: Pétur Matthíasson

Að sögn Finns Ólafssonar, fiskmarkaðsstjóra á Ströndum, hefur veiði verið dræm það sem af er nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september. „Það hefur verið hrikalega erfitt tíðarfar upp á sjósókn. Einungis um 50 tonnum hefur verið landað á Hólmavíkurhöfn í september sem verður að teljast óvenjulegt miðað við árstíma.“ Það hafi verið fáir dagar sem gefið hafi á sjóinn, hvassviðri sem hafi hamlað sjósókn hafi sett stórt strik í aflareikninginn. „Á sama tíma í fyrra var búið að landa 114 tonnum, þannig að við náum aðeins tæpum helmingi af því.“

Sama í öðrum höfnum

Það sama er uppi á teningnum í öðrum höfnum á Ströndum eins og gefur að skilja. Bátar sem hafa heimahöfn í Norðurfirði hafa veitt tæp 5 tonn en í fyrra voru þau 15 á sama tíma. Á Drangsnesi hefur verið landað 45 tonnum miðað við 100 tonn í fyrra. Október fer einnig hægt af stað, þó allt stefni í að mánuðurinn verði skárri en september. Heildarafli er nú 35 tonn.

Bjartsýnn á fiskiárið

Aðspurður um breytingar sem hafi átt sér stað í útgerð á svæðinu segir Finnur þar skiptast á skin og skúrir. „Útgerðarfélagið Lovísa seldi kvótann sinn og því fækkar því sem nemur einum báti í hópi þeirra sem gera út allt árið. Svo er skemmtilegt að segja frá því að krabbabáturinn heldur áfram tilraunaveiðum og hefur landað afla til eigin vöruþróunar.“ Hann segist vera bjartsýnn á þetta fiskveiðiár þrátt fyrir dræm aflabrögð það sem af er nýju fiskveiðiári. „Þetta tekur við sér, það kemur vonandi góður kippur í þetta núna.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.