Nýr vefur Strandafólks

Skrifað af:

Silja Ástudóttir

Teikning: Lára Garðarsdóttir

Velkomin á glænýjan vef strandir.is.

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.

Ætlunin er að strandir.is muni halda utan um alla þá þjónustu og afþreyingu sem fyrirfinnst á Ströndum og vera vettvangur til að deila því góða og skemmtilega sem þar gerist. Hægt er að senda inn pistla og fréttaábendingar og taka þannig virkan þátt í miðlun fyrir heimafólk og að gera Strandir sýnilegri sem bæði áfangastað og stað til að búa á.

Myndmerki strandir.is sýnir staðsetningu Stranda.

Sýslið verkstöð, miðstöð skapandi greina á Ströndum stendur að baki gerð vefsins en verkefnið hlaut styrk úr Öndvegissjóði Brothættra byggða 2020.

Það er auglýsingastofan Aldeilis sem sá um hönnun á vefnum og myndmerki og einnig þeim fallegu teikningum sem prýða síðuna. Vefurinn er enn í vinnslu og í framhaldi mun bætast við vefverslun Stranda. Við hvetjum ykkur til að skoða ykkur um á síðunni og vonum að þið njótið vel. Endilega hafið samband hafið þið einhverjar ábendingar og/eða hafið áhuga á að vera pennar, hafið skemmtilegar hugmyndir, viljið senda inn efni/myndir eða auglýsa á vefnum.

Við erum stolt af vefnum og vonumst til þess að Strandafólk taki honum fagnandi og verði duglegt að hjálpa okkur við að gera strandir.is að skemmtilegri og áhugaverðri vefsíðu okkar allra.

Með bestu Strandakveðju,
Silja Ástudóttir, ritstýra strandir.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Skólakrakkar í Strandabyggð heimsóttu varðskipið Þór sem var við Hólmavík í hefðbundnu eftirliti en einnig reykköfunaræfingu.
Scroll Up